Súgandi - 01.06.2019, Qupperneq 24

Súgandi - 01.06.2019, Qupperneq 24
24 SÚGANDI 2019 Mynda- og minningakvöld 23. janúar 2019 Fyrsta mynda- og minningakvöld ársins var haldið í Gerðubergi 23. janúar sl. og afar vel sótt. Hafdís Halldórsdóttir sagði sögur og sýndi myndir af afa sínum Gissuri og ömmu sinni Jönu. Indíana Eyjólfsdóttir (Jana) fæddist í Bolungarvík 6. janúar 1911 og ólst þar upp hjá foreldrum sínum þeim Valgerði Arnórsdóttur og Eyjólfi Guðmundssyni í stórum systkinahópi. Jana giftist Gissuri Friðbertssyni 1933 og bjuggu þau alla tíð á Suðureyri. Aðalgata 18, efri hæð, var heimili þeirra lengst af. Jana og Gissi, en svo voru þau ávallt kölluð heima í Súgandafirði, unnu mjög sveit sinni og báru jafnan hag hennar fyrir brjósti. Þau störfuðu bæði mikið að félagsmálum. Afkomendur Indíönu og Gissurar gáfu Súgfirðingafélaginu íbúðina sem nú hýsir Súgfirðingasetrið. Þetta var einstaklega rausnarleg og falleg gjöf sem gefur brottfluttum Súgfirðingum tækifæri á að eiga heimili í okkar fallega firði. Síðan steig á Hermann Bjarnason sem sagði frá lífshlaupi foreldra sinna Bjarna G. Friðrikssonar og Sigurbjargar Sumarlínu Jónsdóttur eða Línu eins og hún var ávallt kölluð. Farið var yfir æsku þeirra og búsetu m.a. á Galtarvita, þar sem Bjarni var vitavörður í sjö ár, og síðan á Suðureyri. Bjarni var á sjó og lét mikið til sín taka í félagsmálum, m.a. í verkalýðsmálum og pólitík. Lína sá alfarið um heimilið. Hún var listræn í sér og hafði unun af lestri góðra bóka. Lína og Bjarni eignuðust 16 börn. Eftir hlé var sýnd heimildamynd um hamingjuna eftir Ingrid Kuhlman. Rannsóknir í jákvæðri sálfræði hafa sýnt að fólk upplifir oft mestu hamingjuna eftir að það hættir að vinna. Við getum því lært mikið af eldri borgurum um það hvernig eigi að lifa hamingjusömu og ánægjulegu lífi. Í myndinni var rætt við 13 einstaklinga á aldrinum 70-91 árs um það hvernig þeir hafa skapað sér hamingjuríka tilveru. Viðtölin færðu gestum kvöldsins heillandi innsýn í það sem hægt er að gera til að auka vellíðan sína.

x

Súgandi

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.