Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 28

Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 28
28 SÚGANDI 2019 VIÐLAGASJÓÐUR Eins og fram kom á síðasta aðalfundi og í jólablaðinu okkar Súganda hefur hlutverk Viðlagasjóðs breyst og er í dag hægt að sækja um styrk úr sjóðnum. Hér með er óskað eftir að áhugasamir skili inn umsókn fyrir 1. september næstkomandi. Reglur sjóðsins er varða umsóknir og úthlutun úr sjóðnum: 1. Allir geta sótt um styrk en verkefnið þarf að snúa að því að bæta eða efla menningu, listir og álíka og tengjast beint Súgandafirði. 2. Umsóknir þurfa að berast á netfangið elsaedv@gmail.com fyrir 1. september á ári hverju. 3. Í umsókn þurfa að koma fram eftirfarandi atriði: 4. Hver er umsækjandi styrksins? 5. Hvert er verkefnið og tengsl þess við Súgandafjörð? 6. Hvert er markmið verkefnisins? 7. Í hvað skal nota styrkinn? 8. Upphæð sem sótt er um 9. Úthlutun úr sjóðnum fer fram ekki seinna en 15. september á ári hverju. 10. Árleg hámarksfjárhæð úthlutunar er kr. 150.000. 11. Hægt er að úthluta til fleiri verkefna en eins á hverju ári. 12. Stjórn Súgfirðingafélagsins áskilur sér rétt til að óska eftir frekari upplýsingum ef þess er talið þörf. 13. Upplýsingar um styrkveitingu og verkefnið verða birtar í blaði Súgfirðingafélagsins og sagt frá því í Súgfirðingakaffinu í október og á fréttaveitunni. 14. Öllum umsóknum verður svarað.

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.