Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 30

Súgandi - 01.06.2019, Blaðsíða 30
30 SÚGANDI 2019 Landnámsskáli Hallvarðs Súganda Fornminjafélag Súgandafjarðar byggir skála í botni Súgandafjarðar Fornminjafélagið ætlar í sumar að hefja byggingu landnámsskála í Botni í Súgandafirði á svæðinu innan við gamla réttarskálann. Skálinn er teiknaður af arkitektastofunni Argos en hún teiknaði einnig skálann á Eiríksstöðum og í Brattahlíð á Grænlandi. Um er að ræða tilgátuhús byggt á fornleifauppgreftri á Grélutóftum í Arnarfirði. Verkefnið verður unnið í þremur hlutum. Í sumar verða veggir skálans hlaðnir úr klömbru og grjótveggur hlaðinn í kringum skálann. Á næsta ári verður svo farið í að smíða grindina og loka húsinu. Elstu skálar landsins voru þannig úr garði gerðir að ekki var hlaðinn grunnur úr grjóti undir

x

Súgandi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.