Súgandi - 01.06.2019, Page 31

Súgandi - 01.06.2019, Page 31
31 SUMARBLAÐ torfveggjunum líkt og sjá má á Eiríksstöðum heldur var torfhleðsla frá jarðvegi og upp. Við munum hins vegar gera jarðvegsskipti til að tryggja að frostið skemmi ekki hleðsluna. Verkefnið hefur verið í vinnslu í næstum ár og margir komið að því. Guðmundur Ólafsson fornleifafræðingur, sem var einn þeirra sem vann að fornleifauppgreftrinum á Grélutóftum, hefur verið til ráðgjafar við verkefnið í samvinnu við arkitektana sem hafa þurft að finna útfærslu á hlutum eins og loftræstingu, hæð á veggjum, þaki, hurðum, anddyri o.fl. En Guðmundur hefur verið tengdur flestum þeim skálabyggingum sem hafa verið byggðar á Íslandi. Helga Guðný Kristjánsdóttir og Björn Birkisson munu leggja til torfið en eftir skoðun á torfi í Botnsdalnum er ljóst að gott torf er að finna þar. Það var mjög mikilvægt fyrir byggingu skála fyrr á öldum eins og nú að vera í nágrenni við mýrar því mikilvægasta byggingarefnið er mýrartorfið. Stinga þarf slatta vikuna áður en bygging skálans hefst en annars er hluti af námskeiðinu sem verður haldið að læra að stinga torfið.

x

Súgandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.