Súgandi - 01.06.2019, Page 32

Súgandi - 01.06.2019, Page 32
32 SÚGANDI 2019 Að mörgu er að hyggja áður en hægt er að fara í svona verkefni. Veðurstofan er búin að meta snjóflóðahættuna sem er mikil á staðnum en í ljósi þess að hvorki er gistiaðstaða né opið yfir veturinn hefur það ekki áhrif. Minjastofnun hefur gefið okkur grænt ljós á svæðið en tveir fornleifafræðingar frá Minjastofnunun tóku út svæðið til að tryggja að ekki sé verið að skemma neinar fornminjar. Ljóst er að á svæðinu eru gamlar tóftir, m.a. stekkur og lambakró, og síðan ógreinileg mannvirki nálægt þeim stað sem við viljum byggja. Búið er að afmarka landssvæði sem metið er öruggt og hefur ekki áhrif á fornminjar sem eru á svæðinu. Hlöðver Kjartansson sem er einnig einn landeigenda hefur verið ómetanlegur við að fá undirskriftir landeigenda og ganga frá samningi við Fornminjafélagið um byggingu á landinu. Byggingafulltrúi Ísafjarðabæjar hefur verið okkur mjög hjálplegur og leitt okkur í gegnum ferlið. Í tengslum við byggingu skálans mun Fornminjafélagið, í samstarfi við Kristínu Auði Kelddal Elíasdóttir hleðslumann og skrúðgarðyrkjumeistara úr Dýrafirði, standa fyrir námskeiði í hleðslu dagana 6.- 8. ágúst. Kristín mun stjórna verkinu og leiðbeina um handbragðið við hleðsluna en hún er einn af reyndari hleðslumönnum landsins. Á námskeiðinu verður m.a. kennt hvernig á að velja mýri til að taka torf úr, hvernig á að stinga klömbru úr mýri, hvernig er hlaðið með klömbru, val á steinum í hleðslu og steinhleðslu með og án strengs.

x

Súgandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.