Súgandi - 01.06.2019, Page 35

Súgandi - 01.06.2019, Page 35
35 SUMARBLAÐ Ég vinn hjá Stokki Software sem er hugbúnaðarfyrirtæki og sérhæfum við okkur í appþróun, en einnig vefþróun. Við höfum gert öpp fyrir fyrirtæki eins og Strætó, Domino’s, NOVA, Aur, og Arion banka, svo eitthvað sé nefnt, en við höfum gert tugi appa síðustu 10 árin, bæði hannað og forritað. Á þeim tíma sem ég sótti um hjá Stokki var ég að vinna fjórða sumarið mitt sem lögreglumaður í afleysingum og ákvað ég á einni næturvaktinni að senda starfsumsóknir á öll hugbúnaðarfyrirtæki sem ég fann á Íslandi. Þetta var 2015 og var ég að byrja í tölvunarfræði í HR. Mig langaði til að vinna með skólanum og sérstaklega hjá fyrirtæki í þessum geira. Ég hafði engan sérstakan áhuga á að læra tölvunarfæði og langaði ekkert heitar en að fara í lögregluskólann, en þetta var praktískt nám sem bauð upp á fleiri möguleika en hjá lögreglunni. Ég endaði svo með eitt svar og var það frá þáverandi framkvæmdastjóra Stokks. Ég fékk starf um haustið sem “tester” eða prófari þar sem ég sá um að prófa allan hugbúnað áður en hann fór áfram til almennings. Eftir að hafa unnið hjá Stokki í tæpt ár ákvað ég að byrja að vinna 100% með skólanum þar sem ég sá tækifæri fyrir mig að þróast enn frekar í starfi. Frá 2015- 2017 starfaði ég sem gæðastjóri, verkefnastjóri og aðstoðarmaður framkvæmdastjóra. Í febrúar 2018 var mér boðið að gerast rekstrarstjóri Stokks, sem ég tók með glöðu enda elska ég að taka við áskorunum sem ég veit að eiga eftir að kenna mér nýja hluti. Ég útskrifaðist loks sem tölvunarfræðingur í júní 2018 og mánuði seinna var mér boðið að gerast framkvæmdastjóri Stokks og sit ég enn í þeim stóli. Framtíðarplön mín eru að verða betri í því sem ég er að gera með hverju árinu, bæði í einkalífinu og starfi. Á næstu árum ætla ég að læra meira um allt sem tengist rekstri og stjórnun fyrirtækja. Mig langar líka til að eignast fleiri börn og fara í fleiri ferðalög með fjölskyldunni en síðustu ár hafa verið mikil keyrsla hjá mér samhliða skóla og vinnu. Hvað varðar plön í starfi þá er það ætlun mín að koma Stokki betur á kortið og gera fullt af nýjum, skapandi og skemmtilegum hlutum með hæfileikaríku fólki. Ég á mjög margar minningar frá Súganda sem eru mér kærar þannig að það er erfitt að velja. Það sem kemur upp í huga minn er Norðureyri,

x

Súgandi

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Súgandi
https://timarit.is/publication/1797

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.