Ský - 01.02.1999, Page 14
FYRST&FREMST
ERU SAUÐKRÆKLINGAR BEST KLIPPTU
ÍBÚAR LANDSINS? |;,GA fsLANDSMET í FJÖLDA HÁRSNYRTISTOFA
Ljósmyndir: Stcfán Pedersen
að hefur vakið athygli þeirra sem leið eiga um Sauðárkrók að
þar hafa þeir sem vilja láta skerða eða snyrta hár sitt meira val
milli hársnyrtistofa en víðast hvar annars staðar.
Alls eru níu hársnyrtistofur í þessum 2.600 íbúa bæ, sem þýðir
að ein stofa er á hverja 290 hausa og hlýtur það að vera íslandsmet
og gott ef ekki heimsmet. Sú spurning vaknar því óhjákvæmilega
hvort Sauðkræklingar séu snyrtilegri til höfuðsins en aðrir lands-
menn?
„Ég vil nú ekki halda því framsegir Snorri Bjöm Sigurðsson,
sveitastjóri Skagafjarðar og hlær við. „En það er góður grundvöll-
ur fyrir öllum þessum stofum og þótt þær væm fleiri. Ástæðuna
fyrir því held ég þá að við Skagfirðingar nýtum ef til vill betur þá
þjónustu sem er í boð hér í heimabyggð en víða annars staðar. Svo
er líka mjög gott fagfólk á þessum stofum, sem er auðvitað lykil-
atriði.“
Þess má geta að ef sama hlutfall hársnyrtistofa á íbúa ætti að
gilda fyrir allt Island væru hátt í níuhundmð stykki á landinu, eða
um tvöfalt fleiri en þær em í raun og veru. Hér sjást myndir frá
sjö af stofunum níu á Sauðárkróki, en tvær heimiluðu ekki
myndatöku. JK
12 ský