Ský - 01.02.1999, Qupperneq 16

Ský - 01.02.1999, Qupperneq 16
í PARÍS Reyklaust kaffihús, blómabúð og pöbb. Eitt reisulegasta húsið við göngugötuna á Akureyri er fagurblátt bárujárnshús sem reist var árið 1913 og nefnt eftir heimsborginni á Signubökk- ' um, París. Það er óhætt að segja að París hafi tekið stakkaskiptum síðastliðin tvö ár, eða frá því hjónin Guðbjörg Inga Jósepsdóttir og Sigmundur Rafn Einars- son keyptu húsið. Þar er nú rekið hlið við hlið kaffihúsið Bláa kannan og blómabúð sem kennd er við bæinn. I mars opnar svo pöbbinn Græni hatturinn í kjallaranum og fljótlega í framhaldi af því ráðstefnusalur í risinu. Bláa kannan hóf starfsemi síðasta sumar og hefur þegar skapað sér sérstöðu með þvíað bjóða einungis kaffi frá Kaffibrennslu Akureyrar og algjörlega reyklaust um- hverfi. Guðbjörg Inga segir kaffið fara mjög vel í gesti og ekki hefur reykleysið síður mælst vel fyrir Reyndar er reynslan svo góð af reykbanninu að það verður Ifka látið gilda á Græna hattinum. Bláa kannan er opin til 23.00 virka daga og til 1.00 um helgar í hádeginu er boðið upp á súpu og smárétti. Á seyði á Akureyri Leiklist Leikfélag íslands sýnir Rommí á fimmtudags- og föstudagskvöldum á Bing Dao Renniverkstæð- inu við Strandgötu í febrúar og mars. Hér er á ferðinni sama uppfærsla og í Iðnó með Erlingi Gíslasyni og Guðrúnu Ásmundsdóttur undir leik- stjórn Magnúsar Geirs Þórðarsonar. Rommí verður sýnt áfram í Iðnó á laugardags- og sunnu- dagskvöldum. Þann 19. mars frumsýnir Leikfélag Akureyrar í Samkomuhúsinu leikritið Systur í syndinni eftir þær Iðunni og Kristínu Steinsdætur. Þetta er hádramatískt og kómískt verk í senn og byggir á sönnum atburðum. Tæplega tuttugu leikarar og tónlistarmenn taka þátt í sýningunni sem Kolbrún Halldórsdóttir leikstýrir. Með aðalhlutverk fara Helga Vala Helgadóttir (Skúlasonar), Katrín Þorkelsdóttir og Aino Freyja Járvelá. Uppákomur Dagur tónlistarskólanna verður haldinn hátíðlegur 27. febrúar og verða meðal annars píanótónleik- ar í safnaðarheimili Akureyrarkirkju. Síðari hluta apríl verður kirkjulistavika með ýmsum uppákomum á Akureyri. Myndlist Síðari hluta febrúar verður samsýning 13 fær- eyskra listamanna í Listasafninu á Akureyri. Þann 6. mars hefst svo samsýningin „Draumur um hreint forrn" og stendur hún til 17. apríl. Á veggjum Café Karolína restaurant geta matar- gestir virt fyrir sér úrval verka Errós út mars. í Gallerí Svartfugli sýnir Jón Laxdal málverk frá 6. til 25. mars og frá 27. mars sýnir Gerður Guðmundsdóttir þar textílverk. Samlagið - Listhús, kynntir verða nýir félagar, í febrúar leirlistarkonan Anní Kampp, í mars myndlistarkonan Amý og í apríl myndlist- arkonan Gréta Arngrímsdóttir. I4 ský
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.