Ský - 01.02.1999, Page 33

Ský - 01.02.1999, Page 33
„Time is on my side, yes it is,“ söng Jagger endur fyrir löngu. Það er engu líkara en þetta hafi orðið áhrínisorð því Rolling Stones eru enn að og gefa með því þeirri staðreynd langt nef, að fátt stenst tímans tönn verr en dægurlagasvejtir. En þótt tíminn virðist vera á bandi Stones og þeir fylli ennþá íþróttaleikvanga víða um heim, munu þeir á endanum verða að játa sig sigraða því árin eira engum. Allt er breytingum undirorpið, hvort sem það eru vinsældir, atvinnuhættir eða lífsafstaða og gildismat fólks. „Nútíminn burstar í sér tennumar í stað þess að fara með kvöld- bæn,“ segir Nóbelsskáldið í Kristnihaldi undir jökli og fangar þar eðli tímans eins og honum einum er lagið. Nú þegar líður að aldahvörfum er ágætt tilefni að líta yfir sviðið og skoða hvernig nútíminn er að úrelda ýmis störf og gildi í íslensku þjóðfélagi. Ský 31

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.