Ský - 01.02.1999, Page 43

Ský - 01.02.1999, Page 43
BJÓRINN Óhætt er að fullyrða að íslendingar hafi tekið vel við ölinu því árið 1998 slokruðum við í okkur rúmlega 8 milljónir lítra af bjór. náði ekki fótfestu og enn er ekki keppt í því á landsmótum. Því miður. Það er almennt álit manna hvort sem spurðir eru lögreglumenn eða leigubflstjórar að vínneysla Islendinga hafi breyst nokkuð eftir að bjórinn var leyfður. Smátt og smátt færumst við nær því neyslumunstri sem tíðkast meðal annarra þjóða sem þýðir að við drekkum áfengi oftar en minna í einu. Það er liðin tíð að menn drekki ein- göngu sterka drykki. Sá sem biður um tvöfaldan vodka í kók eða brennivín í appelsíni á bamum er álitinn einkenni- legur, sennilega alki. Þegar forvamar- postular eru inntir eftir því hvort á- fengisvandi hafi aukist með tilkomu bjórsins þá svara þeir játandi. Hvort vandinn væri meiri eða annar ef bjór- inn hefði aldrei verið leyfður getur enginn svarað. Hitt er annað mál, sem flestir em sammála um er að unglingar dreypa á bjór og sýnist sitt hverjum um það. Annar armurinn segir að unga fólkið byrji of snemma og það sé hættulega ,,kúl“ að fá sér eina kippu. Hinn armurinn segir að þarna sé að vaxa upp kynslóð sem muni kunna að drekka áfengi með öðrum hætti en þeir sem eldri eru. Sjálfsagt hafa báðir nokkuð til síns máls. Hitt er svo annað mál að það er alveg jafn erfitt og áður að sýna fram á það með tölulegum samanburði við aðrar þjóðir, að Islend- ingar drekki of mikið. Tökum þar bjór- inn sem dæmi. íslendingar klámðu sig af rúmum 8 milljón lítrum á árinu 1998 sem var nokkur aukning frá fyrra ári og erum við með þessu sulli að ná upp samdrætti frá árinu 1995 en það ár drukkum við síðast um 8 milljón lítra en misstum neysluna niður í 7.3 millj- ónir lítra árið 1997. Eins og áður sagði drukkum við 6,6 milljónir lítra allt árið 1990 en það var svipað magn og seld- ist frá 1. mars 1989 til ársloka það sama ár. Það gætir sem sagt nokkurra áhrifa nýjabrums fyrsta árið. Þetta þýðir að um þessar mundir eru Islend- ingar að drekka um 30 lítra á hvern íbúa, gróflega reiknað. Þetta skipar okkur á bekk meðal hógværustu þjóða heims á þessu sviði. Fremstir í þeim flokki ganga Tékkar sem drekka 160 lítra hver árlega. Þjóðverjar, Danir og Austurríkismenn eru allir á bilinu frá 115 til 137 lítra á ári hver íbúi og Bret- ar drekka um 100 lítra hver. Nágrannar okkar, aðrir en Danir eru nokkuð hóg- værari en þó ná Norðmenn og Svíar að sötra þetta 60 lítra hver á ári. Ef við viljum finna jafningja okkar í öl- drykkju verðum við að leita til þjóða eins og ítala, Hong Kong búa og Kóreumanna sem drekka þetta 25 til 30 lítra á mann á ári. Það má velta því upp til gamans að ef við drykkjum minna en Danir en meira en Svíar til dæmis 90 lítra á mann á ári væri heild- ameyslan þreföld miðað við síðasta ár eða um 24 milljónir lítra á ári. Bjórmenning Hver þróunin verður í þessum efnum er erfitt að spá fyrir um. Þau þáttaskil urðu í lok síðasta árs að dómstólar létu í ljós það álit að bann við áfengisaug- lýsingum færi í bága við stjórnarskrá Islands. í kjölfarið hafa auglýsingar á bjór og hvers konar áfengi aukist veru- lega en aðallega er það þó bjór sem er auglýstur. Margir hafa af þessu veru- legar áhyggjur og telja að þetta muni einkum koma fram í aukinni neyslu Ský j41

x

Ský

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.