Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 52

Ský - 01.02.1999, Blaðsíða 52
Hægt og hljótt. 1987 (46 stig) Lag og texti: Valgeir Guðjónsson. Flytjandi: Halla Margrét Arnadóttir — „Valgeir er ótrúlegt sení. Einn besti lagasmiður þjóðarinnar." — „Ég græt alltaf á ákveðnum stað í laginu." — „Sennilega best sungna lagið sem við höfum sent út.“ — „Fallegasta lag I heimi, ég söng það við öll möguleg tækifæri sem krakki." — „Brúni skokkurinn var algjör hryllingur.“ — „Andlit Höllu Margrétar var nýtt og ferskt og vegnajúróvisjón veit maður að hún er til.“ — „Kalt og fallegt lag með einstökum texta." Minn hinsti dans. 1996 (39 stig) Lag: Páll Óskar Hjálmtýsson (og texti) og Trausti Haraldsson. Flytjandi: Páll Óskar. „Palli átti að fara út með ballöðu, ekki bera rassa.“ „Mér fannst þessi uppákoma hans hallærisleg og ööööömurleg!" „Palli má nú eiga það að hann gerir allt hundrað prósent og Júróvisjón var þar engin undantekning." „Hann er mergjuð vampíra með sjúklegt aðdráttarafl." „Palli var í Júróvisjón á allt annarri forsendu en allir hinir við að prómótera sjálfan sig og mættu fleiri fara að hans fordæmi." „Sammála síðasta ræðumanni, því það er hræðilegt að fara út til að vera bara salat.“ Nína. /99/ (36 stig) Lag: Eyjólfur Kristjánsson. Texti: Stefán Hilmarsson. Flytjendur: Eyjólfur og Stefán. — „Eyvi var skandall með tóbaksklútinn á höfðinu." — „Nína eldist æðislega, kveikir i öllum Islendingum á góðri stundu.“ — „Eyvi blómstrar í Júróvisjón, hann á sér tilgang í svona lagasmíðum." „Þarna voru þeir Stebbi og Eyvi á Eros Ramazotti-tímabilinu, báðir undir miklum áhrifum ítalskrar dægurtónlistar." — „Þegar Stebbi tekur ó-ið í lok lagsins fær maður á tilfinninguna að hann sé undrabarn." — „Þarna er Stebbi búinn að finna týpuna sem hann var svo lengi að leita að.“ Eitt lag enn. 1990 (34 stig) Lag: Hörður G. Ólafsson. Texti: Aðalsteinn Ásberg Sigurðsson. Flytjendur: Stjórnin. — „Þetta er klassík. Pottþétt partýlag." — „Hvaðan komu þessir hrikalegu búningar? Voru þeir úr einhverju sófasetti?" — „Spor aldarinnar þegar Grétar gengur aftan í rassinum á Siggu fram og tilbaka um sviðið.“ — „Þau voru krafturinn og öryggið uppmálað, sérstaklega Sigga I keppninni úti.“ — „Sigga minnir á dverg í þessu fáránlega dressi. Af hverju voru þessir búningar ekki stoppaðir af?“ Gleðibankinn. 1986 (27 stig) Lag og texti: Magnús Eiríksson. Flytjendur: Helga Möller, Pálmi Gunnarsson og Eiríkur Hauksson. „Þetta lag ber þess merki að það var búið að vinna keppnina úti löngu áður en lagt var í'ann.“ „Fullkomlega, guðdómlega hallærislegt. Ég dýrka þetta lag.“ „Uppáhald lífs míns.“ „Það er ekki enn búið að fullreyna Gleðibankann í Júróvisjón." Það sem enginn sér. 1989 (25 stig) Lag og texti: Valgeir Guðjónsson. Flytjandi: Daníel Ágúst Haraldsson. — „Djöfuls hryllingur, dressið og sporin." — „Daníel er brjálæðislega stressaður þarna, enda alveg óreyndur söngvari." — „Valgeir átti aldrei að láta hafa sig út í þetta aftur. Hann hefur aldrei borið sitt barr síðan." — „Hvaðan komu brækurnar sem Daniel klæddist? Buxurnar eru merkilega Ijótar." — „Fint lag, vel sungið, vel flutt.“ — „Ég held að Valgeir hafi ekki verið spenntur fýrir því að fara út aftur og það lýsir sér á sviðinu. Það vantar alla hamingju á bak við þetta.“ ký
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.