Ský - 01.02.1999, Síða 53

Ský - 01.02.1999, Síða 53
EUROVIStON Sókrates. 1988 (21 stig) Lag og texti: Sverrir Stormsker. Flytjendur: Sverrir Stormsker og Stefán Hilmarsson. „Þarna fóru menn í fyrsta sinn að setja lögin í gegnum Júróvisjón-formúluna." „Sverrir kann að semja grípandi partýmelódíur." „Þarna er islenskan orðin til trafala, pinlegt að þurfa að nota þessi alþjóðlegu orð í þeirri trú að lagið virki eitthvað frekar.“ „Stefán er eins og álfur út úr hól, nýstiginn af Jólahjólinu og veit ekkert hvernig hann á að vera.“ „Það er prýði af Sverri á hverju sviði, það ætti að senda hann aftur út og þá einan." „Hvar er Sverrir núna? Er hann alltaf fullur?" Nei eða já. 1992 (18 stig) Lag: Friðrik Karlsson og Grétar Örvarsson. Texti: Stefán Hilmarsson. Flytjendur: Sigríður Beinteinsdóttir og Sigrún Eva Albertsdóttir. „Sigrún Eva stóð sig frábærlega úti.“ „Vont lag, algjör flatneskja." „Makeup from Hell.“ „Áberandi ófrumlegt, Bobbysocks íslands hvað?“ Nætur. /994 (17 stig) Lag: Friðrik Karlsson. Texti: Stefán Hilmarsson. Flytjandi: Sigríður Beinteinsdóttir. „Þarna fannst mér undirspilið i keppninni miklu flottara en í forkeppninni hér heima.“ „Það var meiriháttar flott sánd á sviðinu." „Flottur enski hreimurinn sem Sigga Ijær laginu." „Hvað var Sigga búin að fara oft út þegar hún tók þetta lag? Hún er ótrúlega örugg með sig og kúl.“ „Dressið sem hún er í minnir mig á kennslukonu úr Húsinu á sléttunni." „Þetta er rosalega fínt lag. Sigga er ofsalega falleg kona og hún syngur alveg rosalega vel.“ Sjúbídú. /996 (15 stig) Lag og texti: Ólafur Gaukur og Anna Mjöll Ólafsdóttir. Flytjandi: Anna Mjöll. „Brassbandið í undirspilinu er ógeðslega kúlað.“ „Hún er skutla á sviði, það er engin spurning." „Skagaströnd og Timbuktú! Textinn við lagið eyðileggur allt.“ Melódían er ekki svo slæm, en bullið í textanum á að hitta of mikið i mark hjá útlensku dómnefndinni." „Æi, ég veit það ekki, mér finnst Anna Mjöll eiginlega hálf frábær og algjört krútt.“ „Mér finnst þetta koma niðurlægjandi og hallærislega út hjá henni. Núna. /995 (9 stig) Lag og texti: Björgvin Halldórsson og Ed Wells. Flytjandi: Bo Hall. „Björgvin var sendur of seint út.“ „Það er óhætt að segja að þetta lag sé leiðinlegt." „Björgvin skortir allt sexappeal í þessu lagi. Þetta er glatað." „Skrambi er þetta vont lag. Björgvin nær engum fíling í þessum hörmulega texta.“ „Mér fannst þetta vorlegt og fagurt. Lagið virkaði vel á mig í keppninni úti.“ „Bjöggi er yfir það hafinn að taka þátt í Júróvisjón. Það er fyrir neðan hans virðingu að minu mati.“ Þá veistu svarið. 1993 (5 stig) Lag og texti: Jón Kjell og Friðrik Sturluson. Flytjandi: Ingibjörg Stefánsdóttir. „Ingibjörg var að reyna að vera of kynþokkafull, greyið.“ „Þetta er i eina skiptið sem ég hef farið að gráta yfir framlagi okkar í Júróvisjón." „Minnir mig á leiðinlegt sænskt trúarlag úr Smálöndunum." „Þetta lag er ekki neitt, neitt." „Dæmigert fyrir Sjónvarpið að velja einhvern sem er „in at the moment“ til að fara út og keppa, burtséð frá hæfileikum eða getu.“ „Þarna hefur verið leyniáætlun i gangi um að koma okkur úr keppninni." Ský 51

x

Ský

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.