Ský - 01.02.1999, Qupperneq 58

Ský - 01.02.1999, Qupperneq 58
AKUREYRI LANDIÐ ÞITT EYJAFJÖRÐUR Ferskar framtíðarhugmyndir LeikféLag Akureyrar á tímamótum. Sigurður Hróarsson. „Án þess að farið sé út í einstök verkefni þá get ég sagt, að næsta leikár mun bera aldamótunum merki á einn eða annan hátt." Um mitt síðasta ár tók Sigurður Hróarsson við stöðu leikhússtjóra Leikfélags Akureyrar á nýjan leik, en áður stýrði hann félaginu við góðan orðstír á árun- um 1989 til 1991. Þegar Sigurður kom til starfa lá verkefna- val leikársins fyrir, þannig að hann nær ekki að setja svip sinn á starf LA að ráði þennan veturinn. Sigurður er hins- vegar með margar nýjar hugmyndir í farvatninu. „Ég hef mikinn áhuga á að víkka út starfsemina á ýmsan hátt. Til dæmis er nauðsynlegt fyrir félagið að hafa að- gang að öðru sýningarrými en eingöngu Samkomuhúsinu. Ég vil skoða samstarfssamninga við leikhús á höfuðborgar- svæðinu, bæði hvað snertir skipti á leikurum og sýningum og eins er það mjög spennandi að við hreinlega tökum þátt í uppfærslum fyrir sunnan með beinum hætti og fáum þær síðan hingað til okkar. Þetta eru nokkur mál sem við erum að velta fyrir okkur ásamt mörgu öðru." Aðspurður hverju leikhúsáhugafólk megi eiga von á í sambandi við verkefnaval Leikfélagsins segir Sigurður þær línur óðum vera að skýrast. „Á næsta leikári setjum við a.m.k. upp fjórar sýningar. Ég tel það lykilatriði fyrir félagið að ná því marki með öll- um tiltækum ráðum. í vetur er aðeins gert ráð fyrir þremur uppfærslum sem er of lítið. Án þess að farið sé út í einstök verkefni, þá get ég sagt, að næsta leikár mun bera alda- mótunum merki á ýmsan hátt. Einnig má það koma fram, að eitt verkanna verður eindreginn gleðileikur en ég tel kominn tíma til að LA setji slíkt verk á svið og svo á reyndar að vera á hverju ári. Síðast en ekki síst ætlum við að hefja leiksýningar hér á sumrin. Við sjáum til með næsta sumar, en sumarið 2000 verðum við tvímælalaust með eitthvað á fjölunum, hvort sem það verður fyrir innlendan markað eða erlenda ferðamenn, eða jafnvel hvorutveggja." I leit að Jesúm Listasafn Akureyrar. Það er margt spennandi á döfinni hjá Listasafni Akureyrar næstu vikur og mánuði. Þann 6. mars opnar sýningin „Draumur um hreint form“ sem byggir á samnefndri sýningu er Listasafn íslands setti upp um strangflatarmálverk og byggingarlist 6. áratugarins í íslenskri listasögu. Byggingarlistasögukafli sýningarinnar hefur verið endurunninn út frá dæmum um funkis-stefnuna í byggingarlist á Akureyri. Þann 24 apríl opnar svo spennandi sýning sem feng- ið hefur titilinn „Jesús Kristur - eftirlýstur11. Sýningin fjall- ar um ímynd Jesú Krists gegnum söguna og hvernig hún er túlkuð í myndlist. „Jesús Kristur er sú persóna í vestrænni menningu er mest hefur verið fjallað um. Hann er miðpunktur. Lista- menn hafa tjáð persónu hans út frá gildum samfélags- ins og mismunandi áherslur og túlk- anir gefa djúpa innsýn í það,“ segir Haraldur Ingi Haraldsson, forstöðu- maður Listasafnsins. Lítill vafi er á því að ýmis verk á sýningunni eiga eftir að vekja upp hörð viðbrögð. Ofarlega í þeim flokki er til dæmis verk Ijósmyndarans Andre Serrano, Piss Christ, sem hef- ur tryllt margan íhalds- og guðs- manninn, hvar sem það hefur verið sýnt. Ljósmyndin sýnir róðurkross baðaðan í gulrauðri birtu. Þetta er ákaflega falleg mynd, en það sem hefur sjokkerað fólk og valdið upp- námi er að til að skapa þessa birtu stakk Serrano krossinum ofaní ker sem var fullt af hlandi og reyndar fleiri líkamsvessum listamannsins. Sú nýstárlega leið er farin á sýningunni, að ekki eru sýnd frumeintök verkanna heldur stækkaðar Ijósmyndir af hverju verki. Listasafn Akureyrar í Grófargili. 56 ský
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Ský

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.