Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 42

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 42
Halla Margrét og Guðfinna Hlín dóttir hennar. Boxertíkin Gaby stillti sér þæg upp fyrir myndatökuna. (HÆGRI SÍÐA) Halla Margrét í uppáhalds-óprettuhlutverki sínu, sem Adéle í Ledurblökunni. í Teatro Regio í Parma árið 2000. Álagið var gífurlegt meðan á sýningarferðum flokksins stóð og eft- ir eins og hálfs árs nánast stanslausa keyrslu þyrmdi yfir Höllu og hún spurði sjálfa sig hvort hún væri á réttri leið. „Þótt maður væri lasinn var enginn til að hlaupa í skarðið fyrir mann. Einu sinni söng ég í Bari tvö kvöld í röð með 39 stiga hita, sem er auðvitað alls ekki ákjósanlegt fyrir röddina. En sýningin varð að halda áfram. Ég var heillengi að syngja með röddina beinlínis illa farna eftir álagið.” Og Halla var líka hrædd um að hún myndi festast í óperettunum. Hugur hennar stefndi lengra. En svo ákvað hún að láta slag standa þótt álagið væri feikilega mikið því hún vissi að reynslan og þjálfun- in sem hún fékk í gegnum starf sitt með Corrado myndi koma henni að góðum notum. „Við þessar aðstæður þá öðlast maður annaðhvort brjálæðislega tækni eða hreinlega missir röddina. Ég hef horft upp á stöllur mín- ar lenda í því að missa röddina og þá er ekkert annað að gera en að þegja í sex mánuði. Guð forði mér frá því. En ég hef verið hepp- in og kynnst góðu fólki sem hefur leiðbeint mér vel. Ég hef líka ver- ið mjög passasöm með að fara reglulega í söngtíma og leita upp fólk sem getur kennt mér meira og ýtt mér lengra." Næsta skref „Sérðu, hérna er mamma,” segir Guðfinna Hlín og dregur geisladisk út úr plötusafni heimilisins með öllum tslensku Evrovisonlögunum. Flestir íslendingar tengja eflaust nafn Höllu Margrétar við lag Valgeirs Guðjónssonar Hægt og hljótt, sem var framlag íslands til Evrópu- 40 SKÝ HALLA MARGRÉT söngvakeppninnar 1987. Fyrir tveimur árum valdi sérstök dómnefnd Skýja það sem besta Evrovisionlag islands frá upphafi. Halla bregst kát við þegar ég segi henni frá þeirri kosningu en segir að hún hafi ekki hlustað á lagið í mörg ár þegar dóttir hennar sneri heim til Ítalíu í haust eftir sumardvöl á íslandi með safndiskinn í töskunni. „Ég var eiginlega búin að loka þeim kafla í lífi mfnu,” segir hún, „en það var gaman að heyra lagið aftur eftir öli þessi ár. Þetta er yndislegt lag hjá honum Valgeiri. Það var hann sem kenndi mér að það eru ekki orðin í textanum sem skipta máli, heldur tilfinningin sem maður setur í þau.” Þessa dagana er einmitt komið að öðrum kaflaskiþtum í lífi Höllu. Nú í haust ákvað hún að segja skilið við óperettuflokk Corrados og stefna inn á nýjar brautir. Það var kominn tími til að halda áfram. „Röddin mín er dramatísk. Óperettur eru skrifaðar fýrir minni, létt- ari og bjartari raddir. Fyrir nokkrum árum var röddin mín bjartari en með því að vinna svona mikið og með aukinni tækni hefur hún sprungið út og blómstrað. Mér fannst því ég ekki henta lengur óper- ettunum. Þetta er dálítið eins og að vera íþróttamaður, það er eitt að vera spretthlaupari, annað að vera langhlaupari. Ég er búin að vera að æfa spretthlaup undanfarin þrjú ár, en ég er í rauninni maraþon- hlaupari. Og ef ég ætlaði að vera trú mínu fagi þurfti ég að breyta til. Það var skylda mín gagnvart röddinni minni að hlúa að henni.” Það er gaman að heyra Höllu tala um röddina sfna í þriðju per- sónu, það er dálítið eins og að heyra kappakstursökumann tala um bílinn sinn, knapa um hestinn sinn eða fiðluleikara um Stradivarius- inn sinn, nema hvað atvinnutækið þeirra er ekki hluti af þeim. j
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.