Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 59
STEFÁN BALDURSSON
Þjóðleikhússtjóri og eiginmaður
Þórunnar Sigurðardóttur, list-
ræns stjórnanda Listahátíðar.
„Stefán er ákaflega kurteis
og kemur vel fyrir, en er svo-
lítill pukrari I sér, finnst
gaman aö eiga leyndarmál.
Til dæmis segir hann sjaldn-
ast leikurum í hvaða stykkj-
um þeir eiga aö leika þenn-
an eöa hinn veturinn fyrr en
rétt áður en æfingar hefjast.
Þetta pirrar marga, en það
er eins og honum finnist
hann hafa meiri stjórn á
hlutunum fyrir vikiö, meiri
völd. En hann erfarsæll og
vinsæll samt sem áður.“
„Einhver ítök hefur hann,
fyrst hann gat fengið
menntamálaráðherra til að
breyta lögum svo hann gæti
setið áfram í Þjóðleikhús-
stjórastólnum fram yfir ár-
þúsundaskiptin."
„Hann er mikill leikhúsmað-
ur, en búinn að vera of
lengi. Búinn að sjanghæja
Björn Bjarna í að æviráða
sig, sem er slæmt mál,
hann lýsti því yfir sjálfur á
sínum tíma að það væri
slæmtfyrir bæði leikhúsið
og mennina sjálfa að vera
of lengi í stöðu sem þessari
og ég hef tilhneigingu til að
vera sammála honum um
það.“
„Hann ræður öllu í stærsta
leikhúsi landsins. Hefur bein
áhrif á það hver fær hlutverk
yfirleitt og hver fær góð hlut-
verk sér í lagi, er yfirleitt
löngu búinn að ráða t allar
rullur þegar leikstjórinn kem-
ur inn - og hann ræður auð-
vitað líka hver leikstýrir og
hefur síðasta orðið um
hvaða verk verða sýnd að
auki.“
„Gjörsamlega staðnaður og
ætti að vera löngu farinn."
„Hann kann að búa til
stjörnur. Það er bæði hans
styrkur og hans akkilesar-
hæll - honum hættir nefni-
lega til að keyra of mikið á
sömu leikurunum enda-
laust.“
„Baktjaldamakkari afguðs
náð.“
ÞORFINNUR ÓMARSSON
framkvæmdastjóri Kvikmynda-
sjóðs íslands.
„Hann hefur staðið sig vel í
heildina tekið, þessi fimm
ár sem hann hefur verið
þarna. Tekist að fá inn meiri
peninga, miklu meiri, með
góðra manna hjálp.“
„Hann er yfirvegaður, kemur
vel fyrir, góður PR-maður
sem kann að búa til
stemmningu í kringum
bransann.“
„Þegar Þorfinnur er að tala
um kvikmyndir minnir það
mig stundum óþægilega á
útvarp Umferðarráðs. Veit
ekki af hverju."
„Er kannski ekki svo mikill
örlagavaldur núna, en þegar
frumvarp að nýjum kvik-
myndalögum verður að lög-
um, sem gerist líklega strax
í haust, þá er Þorfinnur
langlíklegastur til að verða
fyrir valinu sem forstöðu-
maður hinnar nýju Kvik-
myndamiðstöðvar Islands.
Þá fyrst verður hann alvöru
mógúll og í raun valdamesti
maðurinn í íslenska kvik-
myndaheiminum - að Frikka
meðtöldum. Samkvæmt nýju
lögunum verður það nefni-
lega sá maður sem sker
endanlega úr um hver fær
styrk og hver ekki, en ekki
einhver úthlutunarnefnd."
„Guð hjálpi okkur ef Þorfinn-
ur verður gerður að yfirgúrú
þegar nýju lögin taka gildi -
hann er nógu andskoti mikill
gúrú nú þegar, að eigin mati
t það minnsta. En hann er
duglegur svo sem.“
ÞÓRUNN SIGURÐARDÓTTIR
listrænn stjórnandi Lista-
hátíðar, framkvæmdastjóri
Menningarborgar og eiginkona
Stefáns Baldurssonar, Þjóð-
leikhússtjóra.
„Greind og grimm."
„Hún er miklu meira en ein-
hver listrænn stjórnandi
Listahátíðar, hún ræður því
sem hún vill ráða í menning-
arlífi borgarinnar og reyndar
langt út fyrir borgarmörkin."
„Ég segi svo sem ekki að
menn þurfi að koma sér
sérlega vel við hana til að
eiga séns á að koma sér á
framfæri, en það verður
metnaðarfullum listamönn-
um seint til framdráttar að
komast upp á kant við
hana.“
„Hún er í raun ótrúlega við-
kvæm fyrir sér og sínu.“
„Það er eiginlega ekki hægt
að skilja á milli þeirra hjóna,
Þórunnar og Stefáns. Sam-
an eru þau hálfgert menn-
ingarstórveldi í smáríkinu ís-
landi.“
„Hún kann að selja fólki list
og listsköpun. Það eru ekki
margir sem kunna það og
svoleiðis fólk er alltaf eftir-
sótt og áhrifamikið."
„Þórunn setur náttúrlega að
vissu leyti kúrsinn t þvt hvað
telst viðurkennt, fínt og eftir-
sóknarvert. Það er ekkert
rokið til hennar eftir áliti eða
ráðgjöf, en hún er í stöðu
sem veitir henni mikil völd
innan listaheimsins og hefur
held ég næga greind til að
valda henni ágætlega."
sem losna. Og þar hafa persónulegar ástæð-
ur oft vegið þyngra en listrænir hagsmunir og
mörg dæmi um undarlegar ráðningar í gegn-
um tíðina."
MÓGÚLARNIR AÐ HVERFA
Myndlistarmenn sem rætt var við eru sam-
mála um að séu íslenskir samtímalistamenn
háðir einhverju, þá séu það frekar tískusveifl-
ur en tilteknir menn eða hópar fólks. „Á hinn
bóginn er það náttúrlega fólk sem ýmist býr
til eða ýtir undir tilteknar tískusveiflur og
þess eru auðvitað ennþá dæmi að það sé ein-
faldlega búin til tíska, eitthvert trend og ein-
hver mýta í kringum einstaka listamenn af því
þeir falla vel í kramið hjá einhverjum sem
mikils má sín. En yfirleitt eru þessir straumar
stjórnlausir, sprottnir af einhverju sem er að
gerast í samfélaginu, úti í hinum stóra heimi,
fjölmiðlunum, eða sem betur fer einfaldlega
af verðleikum listamannsins sjálfs."
Mógúlarnir í myndlistinni eru að hverfa og
vægi stóru listasafnanna fer minnkandi, þótt
vald safnstjóranna og áhrif séu ennþá næg til
að koma þeim inn á lista yfir helstu áhrifa-
menn í menningarheiminum. „Söfnin eru að
breyta um hlutverk smám saman, eru að
verða bara söfn, eins og þau eiga að vera,
samtímalistin blómstrar annars staðar,"
sagði einn viðmælenda Skýja, og benti sér-
staklega á Galleri i8, sem rekið er af Eddu
Jónsdóttur í því sambandi, sem og á menn á
borð við Hannes Sigurðsson og Jón Proppé.
„Söfnin verða ekki mótandi í samtímalistinni
næstu áratugina, heldur framtakssamir ein-
staklingar og formleg og óformleg samtök
ungra listamanna sem eru að gera spennandi
hluti. En þeir sem stjórna stóru söfnunum
koma auðvitað alltaf til með að hafa áhrif á
það hver er stórkarl og hver ekki."
AÐALL FREKAR EN MAFÍA
Svipaða sögu er að segja úr öðrum greinum
íslenska menningar- og listaheimsins. Nokkr-
ir áhrifamiklir einstaklingar eru nefndir til
sögunnar, en enginn vill kannast við raun-
verulega menningarmafíu á íslandi í dag,
hvorki almennt né í tilteknum geirum, og eru
því fegnir.
„Nei, það er engin mafía, miklu frekar að það
sé hægt að tala um menningarelítu eða aðal,
og það er í raun mjög sundurleit og ósam-
stæð stétt hér heima," sagði menningarrýnir
nokkur um þetta.
Að hans sögn samanstendur þessi aðall af
nokkrum „týpum" fólks. í fyrsta lagi eru það
stjörnurnar: Leikarar sem dúkka upp í hverri
ÍSLENSKUR MENNINGAR AÐALL SKV 57