Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 58

Ský - 01.10.2001, Blaðsíða 58
„Það er svo miklu meira í boði en bara leik- húsin. Talsetning mynda, auglýsingar, útvarp, skemmtanabransinn, sjónvarp, „frjálsu" leik- húsin og leikhóparnir - þótt þeir stefni flestir hraðbyri á hausinn um þessar mundir. Þetta er allt annað umhverfi en fyrir nokkrum árum síðan, þegar menn voru algjöriega upp á það komnir að komast á samning annaðhvort hjá Þjóðleikhúsinu eða Leikfélaginu ef þeir ætl- uðu að lifa af leiklistinni. En auðvitað er það langfarsælast ennþá að komast á slíkan samning, og þá er um að gera að vera inn undir á réttum stöðum - hjá Stefáni Baldurs- syni eða Guðjóni Pedersen." KUNNINGJAR OG KLÍKUSKAPUR „Þetta er allt falið ennþá, voðalega vel falið," sagði einn viðmælenda blaðamanns úr tón- listarheiminum. „Þeir liggja víða, þræðirnir, og það eru auðvitað til einstaklingar og hóp- ar sem jafnvel má kalla klíkur, sem hafa mik- ið að segja, eru vel tengdir í allar áttir. En þetta er engin mafía og áhrif hvers og eins takmörkuð. Það getur verið ágætt að vera þar í náðinni, en það ræður engum úrslitum. Menn fara þá bara eitthvað annað." „Veistu, ég held að hrun Óperuklíkunnar sé skýrasta dæmið um að þessi menningarma- fíutími sé liðinn,“ sagði ágætur söngvari við blaðamann Skýja. „til skamms tíma komst enginn að sem annarri af tveim manneskjum líkaði ekki við af einhverjum ástæðum, hvort sem viðkomandi gat sungið eða ekki. Hins vegar fékk fólk að syngja í hverri uppfærsl- unni af annarri, líka óháð því hvort það kunni að syngja eða ekki, ef það var í náðinni hjá þessu sama fólki. Þetta gildir ekki lengur, nú er verið að sækja fólk í allar áttir, leyfa sem flestum að njóta sín, og mun meiri möguleik- ar fyrir söngvara að komast á fjalir óperunn- ar á eigin verðleikum en áður.“ „í Sinfóníunni gilda alveg sérstök lögmál og þar er líklega síðasta vígi alvöru klíkuveldis í íslenska tónlistarheiminum," fullyrðir ó- nefndur tónlistarmaður í eyru blaðamanns. Framgangur manna innan Sinfóníunnar getur verið nokkur og er stigskiptur. Það er fínna að vera önnur fiðla en þriðja og fyrsta fiðla er náttúrulega fínust - fyrir utan konsertmeist- arastöðuna. Það ræðst hins vegar hvorki af starfsaldri né hæfileikum, hvort og þá hvenær menn forframast upp í aðra fiðlu eða þá fyrstu, þótt hvort tveggja geti spilað þar inn í. „Framkvæmdin á þessu er afar sérstök og hefur verið lengi. Það eru ieiðararnir [þ.e.a.s. sá sem spilar á fyrstu fiðlu, fyrstu lágfiðlu, fyrsta horn o.s.frv.] sem velja í þær stöður áhrif hans eftir sameining- una hafa ekki minnkaö nema síður sé.“ „Þetta sameinaða bákn er stundum kallað „the evil empire" af gárungunum og ég held að það sé þá alveg óhætt að leiða af því að Halldór sé þar „the evil emperor". „Hann stýrir auðvitað langstærsta útgáfufyrirtæki á landinu og er þar að auki stjórnarformaður hjá Lista- hátíð - spurning hvort Davíð viti af þessu?" „Ákaflega vandaður og vand- virkur maður og heiðarlegur ltka.“ „Sumir btða enn eftir uppgjör- inu mikla t kjölfar sameining- arinnar. Ég held að þvt sé löngu lokiö, Halldór stendur óhaggaður sem kafteinn í brúnni og engin uppreisn í uppsiglingu á þessari skútu.“ „Auðvitað gefa fleiri út bæk- ur. Og auðvitað er búið að sameina. En Mál og menning er samt málið hjá mjög mörgum ennþá og Halldór er ennþá Mál og menning." HJÁLMAR H. RAGNARSSON rektor Listaháskóla íslands og formaður Tónskálda- félagsins. „Hjálmar er nú svolítill hug- sjónamaður, held ég, en með skynsemishlekk sem heldur honum á floti." „Klæðir sig eins og bóhem, talar eins og bóhem, klippir sig eins og bóhem, en meik- ar það ekki alveg - er bara kerfiskall sem fílar það t botn að vera loksins aðal.“ „Vandaður og gáfaður maður og sá besti sem hægt hefði verið að fá í stöðu rektors. Lætur ekki bjóða sér fokheld sláturhús eða aflóga frysti- hús t Hafnarfirði." „Hjálmar hefur mjög gott samband við menntamála- ráðherra og ég hugsa að áhrif hans á Björn séu meiri en margan grunar. í það minnsta virðist ekkert benda til annars en að hann fái nákvæmlega það sem hann vill frá honum - fyrst stöðu rektors og næst nýtt hús á miðju Klambratúninu - nema Ingibjörg [Sólrún Gísladóttir, borgarstjórij stoppi þá vit- leysu af.“ JÓN OLAFSSON stjórnarformaður Norðurljósa. „Skífu-Jón á náttúrulega flest stærri böndin og artistana og hefur átt árum saman. Og þegar ég segi að hann eigi þau, þá er ég að tala um eins áþreifanlegt eignarhald og hægt er að tala um á fólki hér á landi yfirleitt. Ef menn eru einu sinni komnir á samning hjá Skífunni, þá er erfiðara að losna undan honum en af félagatali Sjálfstæðisflokks- ins, og þá er langt til jafnað." „Jón byrjaði í þessum bransa og hefur haldið tryggð við hann alla tíð þrátt fyrir mikil umsvif á öðrum og gjöfulli miðum, sem er virð- ingarvert. Þótt margir kvarti og kveini, þá held ég að ansi margir í bransanum hefðu aldrei komist þangað sem þeir eru í dag hefðu Jón og Skífumenn ekki tekið þá upp á sína arma. “ „Jón á bróðurpartinn af ís- lenska geisladiskamarkaðn- um, bæði íslensku deildina og þá erlendu. Og svo á hann auðvitað Bubba. Telst það ekki með?“ „Fæstir ríða feitum hesti frá útgáfu hjá Skífunni - nema Jón. Hann heldur að minnsta kosti ennþá í SkJf- una af einhverjum ástæðum og varla er það af hugsjón." OLAFUR KVARAN forstöðumaður Listasafns íslands. „Óumdeilanlega áhrifa- og valdamesti maðurinn T Ts- lenskri myndlist í dag, ein- faldlega vegna þeirrar stöðu sem hann er í.“ „Afar varfærinn og nákvæm- ur, fagmaður fram í fingur- góma, en kannski einum of varfærinn á köflum." „Líklega valdamesti maður í íslensku myndlistarlífi í dag, en jafnframt sá sem hefur einangrað sig hvað mest frá myndlistarmönnum og öllum þeim sem þessum geira sinna á einn eða annan hátt. Þegar hann var ráðinn sem forstöðumaður Lista- safnsins fór hann inn á sinn kontór, lokaði á eftir sér dyr- unum og hefur ekki opnað þær aftur síðan. Það eru ekki einu sinni haldnir fundir með starfsmönnum, þeirfá bara tölvupóst frá honum." „Hann ræður náttúrlega hvaða listamenn fá inni með stórar sýningar, sem gefur þeim aukið vægi og status út á við, og stjórnar líka innkaupum safnsins. Þannig að hann er auðvitað þunga- vigtarmaður T myndlistar- heiminum." „Vægi safnanna fer minnk- andi, sér T lagi hvað sam- tímalistamenn snertir, en sem forstöðumaður Lista- safns íslands kemur Ólafur samt áfram til með að hafa áhrif á það, hverjir teljast til elítunnar, hverjir eru virki- lega stórir. “ 56 SKÝ ÍSLENSKUR MENNINGAR AÐALL
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Ský

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ský
https://timarit.is/publication/1812

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.