Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 15
1
MANNFJÖLDINN
Inngangur
í Reykjavík fjölgaði fólki á árinu 1987 um 1.928, eða 2.1%. Hefur
hlutfallsleg fjölgun ekki orðið meiri i Reykjavik siðan 1962 og bein
fjölgun fólks ekki meiri siðan 1957.
í öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 2.9%, mest um
5.1% i Garðabæ og 3.2% i Mosfellsbæ, 2.8% i Hafnarfirði, 2.4% i
Kópavogi, 2.1% i Bessastaðahreppi, og 2.0% á Seltjarnarnesi. Á
Suðurnesjum varð mest fjölgun i Njarðvik, um 4.6%, i Grindavik um 2.2%
og i Keflavik um 1.7%. í Sandgerði og Garði fækkaði óverulega.
Tölur yfir mannfjöldann eru að venju úr Þjóðskrá Hagstofu íslands og
eru þær miðaðar við búsetu 1. desember ár hvert. Hagstofan birtir i
janúar bráðabirgðatölur mannfjöldans. Þær tölur eru notaðar við þá
greiningu mannfjöldans, sem hér er birt. Endanlegar tölur, sem birtar
eru i júni, eru notaðar i öðrum tölulegum upplýsingum.
Endanlegar tölur um mannfjöldann eru frábrugðnar bráðabirgðatölunum að
þvi leyti, að sveitastjórnir hafa í millitiðinni sent til Hagstofunnar
upplýsingar um vantalið eða oftalið fólk i sveitafélögunum og þeir,
sem voru óstaðsettir i upphaflegu skránni, hafa verið skráðir i
tilgreindu sveitarfélagi. Börn sem fædd eru i nóvember eru ekki talin
með i bráðabirgðatölunum, en hafa bæst i hópinn i endanlegu tölunum.
Sem dæmi um mismun á bráðbirgðatölum og endanlegum tölum má nefna, að
1. desember 1987 voru ibúar Reykjavikur taldir 93.270, en reyndust 155
fleiri, þegar endanlegar tölur voru birtar, eða 93.425, þannig að
mismunurinn nam aðeins 0.01%.
Breytingar á ibúatölunni eiga rætur að rekja til fæðinga, dauðsfalla
og fólksflutninga. Talið er að fjöldi barnsfæðinga sé nokkru meiri
árið 1987 en var 1986 og 1985, en þá hafði fæðingum fækkað mikið frá
fyrri árum. Ætla má, að á árinu 1987 hafi fæðst um 4.100 börn lifandi
á landinu öllu, en 3.908 fæddust árið 1986 og 4.204 að meðaltali árin
1981-1985. Ef fæðingartiðni á hverjum aldri kvennna yrði til
frambúðar hin sama og hún var árið 1987, yrðu ófæddar kynslóðir um 1%
fámennari en kynslóð foreldranna.
Tala látinna vex eilitið frá ári til árs, eins og við er að búast, með
hækkandi tölu þeirra, sem náð hafa háum aldri. Hvað varðar þriðju
ástæðuna fyrir breytingum á ibúatölunni kemur i ljós, að árin 1981-
1983 fluttust um 1.000 fleiri til landsins en frá þvi samkvæmt
upplýsingum Hagstofu íslands og aðflutningur umfram brottflutning varð
meiri árið 1987 en nokkru sinni fyrr.