Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 190
176
Þegar kjörtími nefndar er óákveðinn, skal litið svo á að umboð
nefndarmanna falli niður, þegar kjörtimi borgarstjórnar er á enda, nema um
sé að ræða nefnd, sem fengið hefur til úrlausnar ákveðið og afmarkað
verkefni. Þá skal litið svo á, að starfi hennar ljúki fyrst, er verkefnið
er til lykta leitt. Þó fellur umboð nefndar sjálfkrafa niður, þegar 4 ár
eru liðin frá þvi að nefndin var kosin.
Nefndir borgarstjórnar geta ákveðið að efna til funda með borgarbúum,
ibúum einstakra hverfa, félögum eða hagsmunahópum öðrum, þegar þær hafa
til meðferðar mál, sem eðlilegt þykir að fjalla um á þann hátt, áður en
þau eru afgreidd i viðkomandi nefnd.
VIII. KAFLI
Um starfsmenn borgarinnar.
39. gr.
Borgarstjórn ræður forstöðumenn og aðra yfirmenn stofnana og deilda og
veitir þeim lausn eftir þvi, sem nánar segir i samþykkt þessari, nema vald
til sliks sé að lögum fengið öðrum aðilum eða á annan veg mælt fyrir i
reglugerð um sérmál tiltekinnar stofnunar. Borgarstjórn getur falið
borgarráði að skipa i ákveðnar stöður.
Stöður skulu að jafnaði auglýstar til umsóknar, en heimilt er þó
borgarstjórn (borgarráði) að ráða i stöðu án slikrar auglysingar.
Borgarráð getur ákveðið, hver almenn skilyrði skuli gilda um ráðningu
i stöður hjá borginni, svo og sérskilyrði, er gilda skuli um ákveðnar
stöður.
Um starfsmenn borgarinnar gilda reglur um réttindi og skyldur
starfsmanna Reykjavikurborgar frá 7. desember 1967 með siðari breytingum.
Borgarráð getur sett starfsmönnum erindisbréf og kveðið þar á um
starfssvið þeirra.
Ákvæði til bráðabirgða:
Þrátt fyrir ákvæði um kjör fimm fulltrúa i heilbrigðisráð,
heilbrigðismálaráð Reykjavikurlæknishéraðs og barnaverndarnefnd skal kjósa
sjö fulltrúa og jafnmarga til vara þar til breytt hefur verið ákvæðum
laga, sem kveða á um fjölda kjörinna fulltrúa.
Samþykkt þessi sem borgarstjórn Reykjavikurborgar hefur sett eftir
ákvæðum 3. mgr. 7. gr. og 49. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986 stað-
festist hér með til að öðlast gildi þegar i stað og birtist til
eftirbreytni öllum þeim sem hlut eiga að máli.
Félagsmálaráðuneytið, 14. janúar 1988.