Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 182
168
a. Hina árlegu fjárhagsáætlun borgarinnar.
b. Ársreikninga borgarinnar og fyrirtækja bennar.
c. Reglugerðir, sem bljóta eiga staðfestingu ráðherra.
d. Áætlanir fyrir Reykjavikurborg, sem gilda eiga til lengri tima, svo
sem skipulags- og framkvæmdaáætlanir.
e. Beiðni um aðstoð skv. 90. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 8/1986.
13. gr.
Atkvæðagreiðsla fer þannig fram, að borgarfulltrúi réttir upp hægri
hönd. Nafnakall skal hafa, ef forseti ákveður, borgarstjóri óskar eða
fjórir borgarfulltrúar bið fæsta. Við nafnakall greiða borgarfulltrúar
atkvæði eftir skrá um borgarfulltrúa i stafrófsröð. Nöfn varafulltrúa
skal bæta á skrána i réttri röð i stað nafna þeirra, sem fjarstaddir eru.
Hlutkesti ræður á hverjum byrja skal. Við nafnakall er borgarfulltrúa
skylt að greiða atkvæði, nema hann færi rök fyrir undanfærslu sinni, er
forseti metur gild. Ef borgarfulltrúi vill ekki una úrskurði forseta, má
bann skjóta úrskurðinum til borgarstjórnar, sem sker úr án umræðna.
14. gr.
Hver borgarfulltrúi, sem taka vill til máls, skal óska heimildar
forseta.
Að jafnaði skulu menn taka til máls i þeirri röð, sem þeir hafa kvatt
sér hljóðs. Heimilt er að vikja frá þessu, ef um er að ræða borgarstjóra
eða framsögumann svo og borgarfulltrúa, sem gera vill stutta athugasemd
eða leiðrétta ummæli um sjálfan hann.
Ef tveir eða fleiri kveða sér samtimis bljóðs, ákveður forseti i hvaða
röð þeir tala.
Borgarfulltrúi skal vera i ræðustól, meðan bann talar, nema forseti
leyfi annað.
Borgarstjórn getur beimilað, ef 2/3 borgarfulltrúa samþykkja, að maður
utan borgarstjórnar megi tala á borgarstjórnarfundi.
15. gr.
Borgarfulltrúi skal beina máli sinu til forseta.
Framsögumaður má tala þrisvar við bverja umræðu máls, en aðrir
borgarfulltrúar tvisvar. Borgarfulltrúa er þó heimilt að taka oftar til
máls til að bera af sér ámæli eða gera stutta athugasemd um fundarsköp.
Ekki má lesa upp prentað mál, nema forseti leyfi.
16. gr.
Ef forseti telur umræður dragast úr bófi fram, getur bann lagt til að
ræðutimi hvers borgarfulltrúa megi ekki fara fram úr ákveðinni timalengd
eða umræðum bætt.