Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 233
219
9. gr.
Gluggaþvott má ekki framkvæma nema í frostlausu veðri, ef
þvotturinn veldur rennsli á gangstétt eða götu. Ekki má þvo glugga,
ef hætta er á þvi að vatn slettist á vegfarendur.
Eiganda eða umráðamanni húss er skylt að fjarlægja af húsi sinu
snjó og grýlukerti, sem fallið geta niður og valdið hættu fyrir
vegfarendur.
10. gr.
Öllum ber að gæta þess að ganga vel um á almannafæri og skemma
þar ekki hluti, sem ætlaðir eru til almenningsnota eða prýði. Þetta á
einnig við þann hluta af húsum og öðrum mannvirkjum, sem liggja að
almannafæri.
Á slik mannvirki og hluti má ekki mála eða teikna og ekki festa
auglýsingar, nema með leyfi eiganda eða xomráðamanns. Þá er óheimilt
að reisa auglýsingaskilti á almannafæri nema með leyfi borgar-
yfirvalda. Uppfestar auglýsingar skulu hlutaðeigendur taka niður,
þegar þær hafa fullnægt tilgangi sinum, og hreinsa vel staðinn, þar
sem þær voru hafðar. Löglega uppfestar auglýsingar má enginn rifa
niður, saurga eða gera ólæsilegar á annan hátt.
Þess skal gætt að troða ekki ræktaða bletti, grasreiti, blómabeð
og limgerði á almannafæri og bannað er að slita þar upp blóm.
Umferð báta um Tjörnina er bönnuð, nema i þágu borgarinnar eða
með leyfi lögreglunnar.
11. gr.
Borgarstjórn getur sett reglur um skemmtigarða, kirkjugarða,
leikvelli og önnur opinber svæði, enda séu reglurnar festar upp við
innganginn eða á öðrum áberandi stað.
12. gr.
Tilkynna skal lögreglustjóra um fyrirhugaðar hópgöngur og
útifundi i þvi skyni, að hann geti gert viðeigandi ráðstafanir
varðandi stjórnun umferðar.
13. gr.
Á almannafæri má ekki nota skotvopn, halda flugeldasýningar,
ganga með logandi blys eða kveikja i bálköstum nema með leyfi
lögreglustj óra.
14. gr.
Enga atvinnu, sem tálmar umferð, má reka á almannafæri.
Utan sölubúða er sala á hvers konar varningi bönnuð með þeim
undanþágum, sem hér greinir: Blöð, bæklinga, aðgöngumiða,
happadrættismiða, merki og annað þessu skylt má selja á almannafæri.
Borgarstjórn getur veitt leyfi til vörusölu á torgum og öðrum stöðum,
enda séu fyrirmæli um verslunarleyfi og önnur ákvæði laga þvi ekki til
fyrirstöðu, að slik leyfi séu veitt. Skal leyfi borgarstjórnar bundið
við ákveðnar vörutegundir og er heimilt að setja fyrir leyfinu þau
skilyrði, sem talin eru nauðsynleg.