Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 237
223
Heimilt er borgarráði, að fenginni umsögn lögreglustjóra, að
leyfa annan afgreiðslutima, en um ræðir i 1. mgr., á greiðasölustað,
sem aðallega er ætlaður fyrir ferðamenn á flugvelli eða umferðar-
miðstöð.
30. gr.
Hver sá, sem rekur veitinga- eða gististað, kvikmyndahús, leikhús
eða annað samkomuhús eða heldur almenna skemmtun eða sýningu, skal sjá
um að allt fari þar vel fram og að starfsemin valdi ekki nágrönnum
ónæði.
Slik starfsemi skal háð sérstöku eftirliti og er lögreglunni
heimilt að fara um samkomusali og önnur húsakynni, sem gestir eiga
aðgang að.
Á öllum gististöðum skal haldin nákvæm gestaskrá.
31. gr.
Ef einhver lætur það ógert, sem honum er skylt að gera samkvæmt
samþykktinni, getur lögreglustjóri látið framkvæma það eða gert aðrar
nauðsynlegar ráðstafanir til að hindra að vanrækslan valdi tjóni.
Kostnaður við þetta og kostnaður, sem leiðir af þeim ráðstöfunum, er
lögreglustjóri gerir til þess að hindra brot gegn þvi, sem bannað er i
samþykktinni, greiðist af brotamanninum eða, ef hann er eigi fær um
það, úr ríkissjóði.
32. gr.
Brot gegn samþykkt þessari varða sektum nema þyngri refsing liggi
við samkvæmt öðrum lögum og skulu refsimál rekin að hætti opinberra
mála.
Lögreglusamþykkt þessi, sem borgarstjórn Reykjavikur hefur samið
og samþykkt samkvæmt lögiam um lögreglusamþykktir fyrir kaupstaðina,
nr. 1 3. janúar 1890, staðfestist hér með til að öðlast þegar gildi og
birtist til eftirbreytni öllum þeim, sem hlut eiga að máli.
Jafnframt er numin úr gildi lögreglusamþykkt fyrir Reykjavik,
nr. 2 7. janúar 1930, með áorðnum breytingum.
Dóms- og kirkjumálaráðuneytið, 22. desember 1987.