Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 232
218
LðGREGLUS AMÞYKKT
fyrir Reykjavík.
1. gr.
Samþykkt þessi gildir fyrir lögsagnariomdæmi Reykjavikur.
2- gr.
Með almannafæri er i samþykktinni átt við götur og svæði, ætluð
til almenningsnota. Ákvæðin um almannafæri gilda einnig eftir þvi sem
við á um aðra staði, sem opnir eru almenningi, verslanir, veitinga-
staði bifreiðastöðvar, biðskýli, söfn o.fl.
3. gr.
Uppþot, áflog, óspektir, eða önnur háttsemi, sem raskar
allsherjarreglu, má ekki eiga sér stað á almannafæri, og ekki mega
menn þyrpast þar saman, ef það truflar umferð eða veldur vegfarendum
öðrum óþægindum.
Enginn má sýna öðrum áreitni á almannafæri eða sýna þar af sér
ósæmilega háttsemi.
4. gr.
Lögreglustjóri getur bannað notkun hátalara, hljómflutningstækja,
hljóðfæra eða annars þess háttar á eða við almannafæri, ef ástæða er
til að ætla að hún valdi ónæði eða truflun.
5. gr.
Bannað er að hafast nokkuð að, sem veldur ónæði eða raskar
næturró manna.
6. gr.
Þegar fjölmenni safnast saman á almannafæri við biðstöðvar
almenningsvagna, miðasölur, skemmtistaði, verslanir og aðra af-
greiðslustaði, skal fólk raða sér þannig að þeir, sem fyrstir koma,
fái fyrstir afgreiðslu.
7. gr.
Hver sá, sem staddur er á almannafæri, er skyldur að segja til
nafns sins og heimilis, þegar lögreglan krefst þess.
8. gr.
Skylt er að hlýða fyrirmælum, sem lögreglan gefur, vegna
umferðarstjórnar eða til þess að halda uppi reglu á almannafæri.
Lögreglan getur visað þeim mönnum i burtu af almannafæri, sem með
háttsemi sinni valda vegfarendum eða ibúum i nágrenninu ónæði.