Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 178
164
SAMÞYKKT
um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar, nr. 60/1985 með
breytingum nr. 28/1988.
I. KAFLI
Um skipan borgarstjórnar og verkefni hennar.
1. gr.
Borgarstjórn Reykjavikur er skipuð 15 borgarfulltrúum, kjörnum
skv. lögum nr. 8/1986.
2. gr.
Borgarstjórn Reykjavikur er almennt i fyrirsvari fyrir borgina og skal
engu máli, er varðar sérstaklega hagsmuni hennar, til lykta ráðið án
umsagnar borgarstjórnar.
Borgarstjórninni ber að gæta hagsmuna borgarinnar i hvivetna og annast
þau viðfangsefni, sem henni eru fengin i lögum og reglugerðum, svo og
málefni, sem henni eru fengin i samþykktum, er hún hefur sett eða á henni
kunna að hvila að öðru leyti.
Meginverkefni hennar eru þessi:
A. Borgarstjórn fer með yfirstjórn á fjárreiðum borgarinnar.
1. Hún skal fyrir lok janúarmánaðar ár hvert gera áætlun um tekjur og
gjöld borgarinnar fyrir reikningsárið (almanaksárið). í fjárhags-
áætlun skal i meginatriðum greina, hvernig fjárveitingu til einstakra
stofnana og framkvæmda skuli hagað, sbr. B-lið og ennfremur hvernig
áætlaðar tekjur skiptast.
2. Hún skal hafa yfirumsjón með fjárstjórn borgarinnar, með þvi að tekjur
séu innheimtar og greiðslur inntar af hendi i samræmi við það, sem
ákveðið er i fjárhagsáætlun og ennfremur, að eignir borgarinnar séu
tryggilega varðveittar.
3. Hún skal leggja fullnaðarúrskurð á ársreikninga borgarinnar eigi siðar
en i júlimánuði ár hvert.
B. Borgarstjórn hefur yfirstjórn verklegra framkvæmda borgarinnar. í
fjárhagsáætlun kveður hún á um, hvernig verklegum framkvæmdum skuli
hagað i meginatriðum á fjárhagsárinu. Hún getur og gert heildar-
áætlanir um framkvæmd tiltekinna verkefna, er taka yfir lengri tima,
svo og um einstök verk, eftir þvi sem ástæða þykir til.
C. Borgarstjórn kýs borgarstjóra, borgarráð og aðrar nefndir eftir þvi
sem segir i reglugerð þessari eða öðrum samþykktum, svo og
endurskoðendur reikninga borgarinnar.
D. Borgarstjórn setur reglur um stjórn borgarmálefna og reglur um meðferð
tiltekinna málefna borgarinnar, ákveður gjaldskrár borgarfyrirtækja
eftir þvi sem þörf krefur o.s.frv.