Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 235
221
20. gr.
Á götum borgarinnar eða þar sem hætta getur stafað af má ekki
hindra umferð með skemmtunum eða leikjum. Bannað er að hanga aftan i
bifreiðum, sem eru á ferð um göturnar.
21. gr.
Ef is á sjó eða vötnum þykir ekki nógu traustur getur
lögreglustjóri bannað alla ximferð um hann.
22. gr.
Bannað er að stöðva eða leggja ökutæki nær vegamótum en 5 metra,
miðað við brún þvervegar.
23. gr.
Á eftirtöldum vegum i lögsagnarumdæmi Reykjavikur skal
hámarkshraði vera 60 km á klukkustund:
a. Miklubraut austan Kringlumýrarbrautar.
b. Kringlumýrarbraut.
c. Vesturlandsvegi vestan Höfðabakka.
d. Höfðabakka sunnan Vesturlandsvegar.
e. Bæjarhálsi vestan Tunguhálss.
f. Gufunesvegi.
g. Reykjanesbraut.
h. Breiðholtsbraut.
i. Elliðavogi.
j. Kleppsvegi (stofnbraut).
k. Sætúni, austan Kringlumýrarbrautar.
Á svæðinu, sem afmarkast af Suðurgötu, Hringbraut, Ánanausti,
Mýrargötu, Grófinni og Aðalstræti, skal hámarkshraði vera 30 km á
klst. Ákvæði þetta gildir ekki um Túngötu og Hofsvallagötu norðan
Hringbrautar.
Á svæði, sem afmarkast af Snorrabraut, Laugavegi, Bankastræti,
Lækj argötu, Frikirkjuvegi, Sóleyjargötu og Hringbraut, skal hámarks-
hraði vera 30 km á klst.
í Suðurhliðum, þ.m.t. Suðurhlið milli Bústaðavegar og
Sléttuvegar, skal hámarkshraði vera 30 km á klst.
24. gr.
Þeir, sem flytja farm um götur borgarinnar, skulu gæta þess
vandlega að ganga þannig frá farminum, að ekki valdi óþrifnaði. Ef
eitthvað slæðist eða hrynur niður á almannafæri við flutninginn,
fermingu eða affermingu, er stjórnanda flutningstækis skylt að hreinsa
það upp þegar i stað.
25. gr.
Á almannafæri mega hestar ekki ganga lausir og lausa hesta má
ekki reka um götur borgarinnar.