Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 172
158
9. gr.
Gatnagerðargjaldi fylgir lögveð i fasteign þeirri, sem það er lagt á,
og gengur það ásamt vöxtum og kostnaði fyrir öllum veðkröfum, sem á
eigninni hvila, og tekur einnig til vátryggingarfjár hennar.
REGLUGERÐ
um breyting á reglugerð nr. 206 17. april 1984
um gatnagerðargjöld i Reykjavik.
Ákvæði til bráðabirgða hljóða svo:
Til 1. janúar 1990 skulu eftirfarandi ákvæði gilda:
Eigendur eignarlóða, aðrir en þeir sem borgarstjórn hefur gert
sérstakan samning við, handhafar leigulóða og lóðarhafar lóða, sem
borgarstjórn hefur úthlutað fyrir gildistöku reglugerðar þessarar, en
hafa ekki enn fengið leigulóðarsamning, geta sótt um nýbyggingar,
stækkanir og breytingar húsa til byggingarnefndar skv. nýtingar-
hlutfalli samþykkts aðal- eða deiliskipulags. Gatnagerðargjald
greiðist þennan tima hvorki af eignarlóðum né leigulóðum, sem
borgarstjórn hefur úthlutað fyrir 1. janúar 1959. Á timabilinu
1. janúar 1989 til 31. desember 1989 skal greiða 1/2 gatnagerðargjald
af eignarlóðum og lóðum, sem borgarstjórn hefur úthlutað fyrir
1. janúar 1959, en eftir 1. janúar 1990 skal greiða af þeim fullt
gjald.
Af öðrum lóðum, sem borgarstjórn hefur úthlutað skal greiða
gatnagerðargjald skv. þvi rúmmetragjaldi, er gilti þegar úthlutun fór
fram eða þeim skilmálum er úthlutun fylgdu.
Felli byggingarnefnd úr gildi byggingarleyfi húss, byggingaráfanga
eða stækkunar, skv. ákvæðum byggingarreglugerðar gr. 3.,4.,6.,
1. mgr. eftir 1. janúar 1989 skulu gilda ákvæði 5. gr. reglugerðar
þessarar.
Reglugerð þessi, sem samin er og samþykkt af borgarstjórn
Reykjavikur, staðfestist hér með samkvæmt lögum nr. 51/1974 um
gatnagerðargjöld til þess að öðlast gildi þegar i stað.
Félagsmálaráðuneytið, 23. september 1987.