Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 181
167
Heimilt er að taka mál á dagskrá, þótt ekki sé þess getið i
fundarboði, enda samþykki 2/3 viðstaddra borgarfulltrúa þau afbrigði.
9. gr.
Á reglulegum fundarstað borgarstjórnar skal auglýsa fundi borgar-
stjórnar með a.m.k. 24 stunda fyrirvara og greina þar dagskrá fundar.
Dagskrá borgarstjórnarfunda skal með sama fyrirvara send útvarpi og
dagblöðum i Reykjavik.
Heimilt er að fella niður auglýsingu og tilkynningu til blaða,
skv. þessari grein, ef aukafundur er boðaður með svo naumum fyrirvara, að
sliku verði ekki við komið, eða hafa skemmri fyrirvara en greindir eru i
1. og 2. mgr.
10. gr.
Borgarstjórnarfundi skal halda i heyranda hljóði. Borgarstjórn getur
þó ákveðið að ræða einstök mál fyrir luktum dyrum, t.d. einkamál manna eða
mál, sem æskilegt er vegna hagsmuna borgarinnar, að rædd séu fyrir luktum
dyrum.
Ef tillaga kemur fram um það að mál skuli rætt fyrir luktum dyrum,
skal úr þvi skorið án umræðna.
Óheimilt er að skýra frá þvi, sem fram kemur við umræður fyrir luktum
dyrum.
Ef áheyrandi á borgarstjónarfundi raskar fundarfriði, getur forseti
látið visa honum út.
11. gr.
Borgarstj órn getur enga ályktun gert, nema meira en helmingur
borgarfulltrúa sé viðstaddur á fundi. Einfaldur meirihluti atkvæða ræður
úrslitum mála nema annað sé sérstaklega áskilið i samþykkt þessari.
Borgarstjóri og hver borgarfulltrúi getur borið fram breytingar-
tillögu, viðaukatillögu, frestunartillögu eða frávisunartillögu við hvert
það mál, sem til umræðu er og borgarstjórn á úrskurðarvald um.
Ef jafnmörg atkvæði eru með máli og móti fellur það, nema við
kosningar, þá ræður hlutkesti.
Mál má afgreiða með þvi að samþykkja það eða fella, visa þvi frá með
einfaldri eða rökstuddri dagskrá, visa þvi til afgreiðslu borgarstjóra eða
nefndar eða með þvi að fresta þvi.
Forseti sker úr þvi, hvernig atkvæðagreiðslum um tillögur skuli hagað.
12. gr.
Borgarstjórn afgreiðir mál við eina umræðu. Þó skal hafa tvær umræður
með a.m.k. einnar viku millibili um eftirtalin málefni: