Árbók Reykjavíkurborgar - 01.10.1988, Blaðsíða 170
156
REGLUGERÐ
um gatnagerðargjöld í Reykjavík
(Nr. 206/1984)
1. gr.
Af öllum nýbyggingum, svo og stækkunum eldri húsa hvort sem er á
eignar- eða leigulóð i Reykjavik, skal greiða gatnagerðargjald til
borgarsjóðs skv. gjaldskrá þessari.
2.gr.
Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingar-
kostnaðar pr. rúmmetra, eins og hann er hverju sinni á visitöluhúsinu
skv. útreikningi Hagstofu íslands, að frádregnum kostnaði við gatnagerð
pr. rúmmetra svo sem hér segir:
Einbýlishús með eða án tvibýlisaðstöðu .............. 14%
Raðhús, tvíbýlishús, keðjuhús ......................... 9%
Fjölbýlishús ......................................... 4%
Iðnaðarhús ............................................ 6%
Verslunar- og skrifstofuhús ........................... 5%
Annað húsnæði ......................................... 5%
Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. Næsta nýtanleg hæð
undir þaki skal teljast að rúmmáli flatarmál hennar margfaldað með 3.30
m. Bilgeymslur og önnur útihús skal telja með við útreikning á rúmmáli
húsa. Af kjallararými íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að
grafa út grunn en fylla hann upp skal greiða 25% af venjulegu
rúmmetrargjaldi, enda sé aðeins gengt i húsrýmið innan frá. Af
sameiginlegum bilgeymslum, sem byggðar eru skv. skipulagsskilmálum og
koma i stað bifreiðastæða, skal greiða 25% af rúmmetragjaldi þeirra
húsa, er þær skulu þjóna. Af iðnaðarhúsnæði, sem vegna starfsemi
sinnar þarf meira en 5.5 m lofthæð, skal hámarkslofthæð að jafnaði
reiknast 5.5 m við útreikning rúmmetragjalds.
3. gr.
Ef lóðarhafi rifur gamalt hús eða flytur af lóð og byggir stærra hús á
sömu lóð skal gjald skv. 2. gr. vera rúmmetragjald nýja hússins að
frádregnum rúmmetrum þess húss, sem fjarlægt er. Sama gildir ef hús
brennur og byggt er að nýju á sömu lóð.
4. gr.
Gjald skal áætla, þegar lóðarúthlutun fer fram. Gjald þetta skal vera
lágmarksgjald og miðast við nýtingarmöguleika samkvæmt þvi skipulagi,
sem gildir við lóðarúthlutun, og endurgreiðist ekki, þótt minna sé
byggt á lóð. Sama á við þótt nýtingarmöguleikar á lóð minnki eftir að
lóð er úthlutað, eða gert sé ráð fyrir breyttri húsagerð, enda sé
skipulagi breytt að ósk lóðarhafa. Innan mánaðar frá úthlutun skal
greiða ákveðinn hluta gatnagerðargjalds, skv. ákvörðun borgarráðs, ella
fellur úthlutun sjálfkrafa úr gildi. Borgarráð ákveður gjalddaga og
greiðsluskilmála á eftirstöðvum. Gatnagerðargjald af rúmmáli, sem er