Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 17
Árbók Reykjavíkur 1996
Manníjöldinn
MANNFJÖLDINN
Inngangur
Tölur yfir mannfjöldann eru að venju úr Þjóðskrá Hagstofu íslands og eru þær
miðaðar við búsetu 1. desember ár hvert. Hagstofan birtir í janúar bráðabirgðatölur
mannfjöldans. Þær tölur eru notaðar við þá greiningu mannfjöldans, sem hér er birt.
Endanlegar tölur, sem birtar eru í júní, eru notaðar í öðrum tölulegum upplýsingum.
Endanlegar tölur um mannfjöldann eru frábrugðnar bráðabirgðatölunum að því leyti,
að sveitarstjómir hafa í millitíðinni sent til Hagstofunnar upplýsingar um vantalið eða
oftalið fólk í sveitafélögunum og þeir, sem vom óstaðsettir í upphaflegu skránni, hafa
verið skráðir í tilgreindu sveitarfélagi.
Sem dæmi um mismun á bráðabirgðatölum og endanlegum tölum má nefna, að 1.
desember 1995 vom íbúar Reykjavíkur taldir 104.276 en reyndust 18 færri, þegar
endanlegar tölur voru birtar, eða 104.258.
Eins og getið er í upphafi em mannfjöldatölur miðaðar við 1. desember og hefur verið
svo frá 1910. Rökin fyrir því, að þessi tímasetning var tekin upp, vom þau, að talið
var, að þann dag mundi vera almennust heimavera á landinu. Þær forsendur em nú
varla fyrir hendi lengur, en það auðveldar allan samanburð að halda þeirri dagsetningu
þótt aðrar þjóðir á Norðurlöndum miði fólksfjölda á íslandi við áramót. Ein
undantekning er frá þeirri reglu að miða fólksfjölda við 1. desember. Hún er, að við
gerð endanlegra talna mannfjöldans hefur bömum, sem fædd em í desember verið
fundinn staður í manntali.
Á þessum áratug heílir það einkennt fjölgun landsmanna, að hún hefur mestöll orðið á
höfuðborgarsvæðinu (Reykjavík, Kópavogur, Seltjarnarnes, Bessastaðahreppur,
Garðabær, Hafnarfjörður, Mosfellsbær, Kjalarneshreppur og Kjósarhreppur) og
Suðurnesjum. Á undanfömum 5 ámm, 1991-1995, hefur íbúum á Höfuðborgarsvæði
fjölgað um 6.08%, en heildarfjölgun landsmanna á sama tímabili var 0,38%.
Mannfjöldinn óx um 1.3% á höfuðborgarsvæðinu árið 1995 en á öllum öðmm
landssvæðum fækkaði fólki. Minnst fækkaði á Suðumesjum eða um 0,1%.
í Reykjavík fjölgaði fólki á síðasta ári um 1.256 eða 1,2%. í öðmm sveitarfélögum á
höfuðborgarsvæðinu fjölgaði um 1,5%. í Bessastaðahreppi fjölgaði um 1,7%, í
Mosfellsbæ fjölgaði um 2,5%, um 1,8% í Hafnarfirði og 1,3% í Kópavogi. Fjölgun í
Garðabæ var 1,5% og á Seltjamamesi um 0,9%.
1