Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 283
Árbók Reykjavíkur 1996
Félagsmál
24. gr.
Almennt námsmat í framhaldsskóla er í höndum kennara og deildarstjóra. Matið byggist á
markmiðum skólastarfs sem kveðið er á um í aðalnámskrá og skólanámskrá.
Lokapróf úr framhaldsskóla, svo sem stúdentspróf og burtfararpróf af starfsmenntabrautum, er
veitt geta rétt til frekara náms eða réttindi til starfa, skulu vera samræmd í tilteknum greinum sem nánar
er kveðið á um í reglugerð. í reglugerð skal einnig kveðið nánar á um framkvæmd samræmdra prófa í
framhaldsskólum, svo og sveinsprófa.
IX. kafli. Starfsnám.
25. gr.
Starfsnám skal stuðla að almennri menntun nemenda, veita þeim undirbúning til tiltekinna
starfa og innsýn í hlutverk fyrirtækja og starfsfólks í atvinnulífi. Náminu er jafnffamt ætlað að hvetja
nemendur til að viðhalda þekkingu sinni og bæta við hana með endurmenntun eða áframhaldandi námi.
Starfsnám skiptist á skóla og vinnustað eða fer eingöngu fram í skóla. Námið er bóklegt og
verklegt og skal mynda sem samfelldasta heild svo að nemendur fái betur skilið tengsl fræðilegra og
hagnýtra þátta. Áhersla skal lögð á að innihald starfsnáms taki mið af þörfum starfsgreina fyrir
fagmenntun starfsfólks á hverjum tíma.
26. gr.
Menntamálaráðherra skipar samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi til fjögurra ára
í senn. Nefndin skal skipuð 18 fulltrúum, þar af 12 tilnefndum af eftirtöldum aðilum atvinnulífs: fimm
frá Alþýðusambandi íslands, þar af skal einn vera fulltrúi nema, einn frá Bandalagi starfsmanna ríkis og
bæja, fimm frá Vinnuveitendasambandi íslands og einn frá Vinnumálasambandi samvinnufélaga.
Leitast skal við að fulltrúar atvinnulífsins komi úr sem flestum atvinnugreinum. Auk þess sitja í
nefndinni einn fulltrúi frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, tveir fúlltrúar tilnefndir sameiginlega af
samtökum kennara og skólastjórnenda, og skal annar þeirra vera starfsmenntakennari en hinn stjórnandi
starfsmenntaskóla, og þrír fulltrúar skipaðir án tilnefningar. Menntamálaráðherra skipar formann
nefndarinnar.
Samtök atvinnurekenda, launþega og sveitarfélaga greiða kostnað af störfum fulltrúa sinna í
samstarfsnefndinni en menntamálaráðuneytið greiðir kostnað af störfum fúlltrúa menntamálaráðherra og
leggur nefndinni til skrifstofuþjónustu.
27. gr.
Samstarfsnefnd um starfsnám á framhaldsskólastigi stuðlar að tengslum skóla og atvinnulífs og
er menntamálaráðherra til ráðuneytis um stefnumótun í starfsnámi og setningu almennra reglna um
skipan og framkvæmd starfsnáms. Nefndin gerir tillögur um skipan starfsgreina í starfsgreinaflokka í
samráði við samtök atvinnurekenda og launþega í viðkomandi greinum, forgangsröðun verkefna í
starfsnámi, svo og sérstakar tilraunir og þróunarverkefni. Nefndin setur sér starfsreglur sem öðlast gildi
við staðfestingu menntamálaráðherra.
28. gr.
Menntamálaráðherra skipar til fjögurra ára í senn starfsgreinaráð fyrir starfsgreinaflokka eða
starfsgreinar. í starfsgreinaráði skulu eiga sæti fúlltrúar tilnefndir af samtökum atvinnurekenda og
launþega í viðkomandi starfsgreinum og einn fulltrúi menntamálaráðherra. Varamenn skulu skipaðir
með sama hætti. Allar starfsgreinar, sem njóta fræðslu á ffamhaldsskólastigi, skulu eiga kost á
fulltrúaaðild að starfsgreinaráði og skal gætt jafnræðis milli fulltrúa atvinnurekenda og launþega.
Formaður skal kjörinn úr hópi fúlltrúa til tveggja ára í senn. Ef ekki tekst að skipa starfsgreinaráð er
menntamálaráðherra heimilt að skipa tímabundið sérstaka starfshópa til að sinna verkefnum
starfsgreinaráðs.
267