Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 286
Árbók Reykjavíkur 1996
Félagsmál
samkvæmt viðmiðunarreglum (normkostnaður) þegar sveitarfélag eða sveitarfélög annast undirbúning
og verkframkvæmd. Hlutur sveitarfélags eða sveitarfélaga er þá sá hluti kostnaðar sem nkissjóður
greiðir ekki. Lóðir undir framhaldsskóla skulu sveitarfélög leggja til án kvaða eða gjalda. Þegar
ríkissjóður ber ábyrgð á undirbúningi verks og stjórnar framkvæmdum, án íhlutunar sveitarfélags eða
sveitarfélaga, greiðir sveitarfélag eða sveitarfélög 40%; miðað við normkostnað en ríkissjóður hinn
hlutann. Heimilt er ráðuneytinu að semja um aðra kostnaðaraðild þegar um búnað verknámshúsnæðis er
að ræða að fengnu samþykki fjárlaganefhdar.
Ákveði Alþingi að stofna skóla án aðildar sveitarfélags eða sveitarfélaga greiðist allur
stofnkostnaður úr ríkissjóði.
Þar sem heimavistir verða reistar í tengslum við framhaldsskóla má gerð húsnæðis og búnaðar
miðast við að nýta megi aðstöðuna til gistihúsarekstrar utan reglulegs skólatíma. Um umffamkostnað,
sem af því kann að leiða, skal samið sérstaklega milli byggingaraðila. Um notkun heimavistarhúsnæðis
utan skólatíma skal gerður sérstakur samningur í samráði við menntamálaráðuneyti og hann staðfestur
af skólanefnd.
Menntamálaráðherra skal í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga setja viðmiðunarreglur
um stærð og gerð húsnæðis fyrir framhaldsskóla og málsmeðferð varðandi undirbúning framkvæmda
samkvæmt þessari grein. Menntamálaráðuneytið skal að höfðu samráði við Samband íslenskra
sveitarfélaga setja reglur um viðmiðun stofnkostnaðar og búnaðar (norm) er skipting áætlaðs
byggingarkostnaðar miðist við.
38. gr.
Skólamannvirki þau, sem lög þessi taka til, skulu vera eign ríkis og sveitarfélaga í sömu
hlutföllum og stofnkostnaður er greiddur eða hefur verið greiddur sé um eldra húsnæði að ræða.
Verði húsnæði framhaldsskóla ráðstafað til annarra nota en framhaldsskólanáms skulu
eignaraðilar gera með sér samkomulag þar um. Verði eign seld öðrum hvomm eignaraðila skal hún
metin af dómkvöddum mönnum.
XIII. kafli. Rekstur framhaldsskóla.
39. gr.
Ríkissjóður greiðir samkvæmt lögum þessum rekstrarkostnað framhaldsskóla. Hver skóli er
sjálfstæð rekstrareining og hefur sérstaka fjárveitingu á fjárlögum. Menntamálaráðherra gerir tillögur til
fjárveitingar á Qárlögum til hvers skóla á grundvelli samþykktrar kennslu- og Qárhagsáætlunar skólans
til þriggja ára. Áætlun þessi skal endurskoðuð árlega með tilliti til nemendafjölda skólans.
Ríkissjóður greiðir allan launakostnað vegna kennslu, stjórnunar og annarra starfa.
Menntamálaráðherra skal gefa út reglugerð þar sem settar eru fram reglur (reiknilíkan) til að reikna út
kennslukostnað skóla. Við útreikninga þessa skal miðað við fjölda nemenda, lengd og tegund náms,
Qölda kennslustunda á viku samkvæmt aðalnámskrá, kostnað sem leiðir af kjarasamningum og annað
sem kann að skipta máli. í reglugerð þessari skulu einnig vera viðmiðunarreglur um framlög til annarra
starfa en kennslu.
Auk launakostnaðar greiðir ríkissjóður annan rekstrarkostnað skóla, svo og viðhald húsa og
tækja. Rekstrarífamlag er greitt til skóla samkvæmt ákvæðum í samningi er gerður skalvið
menntamálaráðuneytið. Heimilt er skólanefnd, ef þörf krefur, að millifæra fé af rekstrarlið fjárlaga til
launaliðar og af launalið til rekstrarliðar.
Meiri háttar viðhald ffamhaldsskóla í eigu ríkissjóðs skal greitt af sérstakri fjárveitingu til
þessa verkefnis sem ákveðin er í fjárlögum í samræmi við sérstaka viðhaldsáætlun til þriggja ára í senn
sem menntamálaráðherra gerir. Um undirbúning viðhaldsframkvæmda og umsjón með þeim fer með
sama hætti og aðrar slíkar ífamkvæmdir á vegum rfkisins.
Heimilt er að ráða sérstakan fjármálafulltrúa til þess að annast fjárreiður skóla og bókhald og
starfar hann undir stjóm skólameistara.
270