Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Síða 143
ÁrbókReykjavíkur 1996
Atvinnumál
ATVINNUSKIPTINGIN
Eftirfarandi texti er tekinn upp úr riti Þjóðhagsstofnunar, Atvinnuvegaskýrslu 1993, sem út
kom í febrúar 1996.
í eftirfarandi töflum kemur fram landshluta- og atvinnugreinaskipting árin 1991-1994,
samandregið eftir tveggja starfa ISIC-staðli. Heimildirnar við töflugerðina eru gögn
skattyfirvalda og Hagstofunnar um vinnuvikur, áður slysatryggðar vinnuvikur, en þær em
eina heildstæða heimildin um notkun vinnuafls einstakra atvinnugreina. Hefur svo verið um
árabil eða allt frá upphafi þessarar skýrslugerðar frá og með árinu 1963. Vinnuvikumar vom
gmndvöllurinn að álagningu slysatryggingariðgjalds allt fram til vinnuársins 1978, en frá og
með því ári vom iðgjöldin ákveðin sem hundraðshluti af greiddum launum. Þess vegna er
ekki rétt að tala lengur um "slysatryggðar vinnuvikur". Þótt álagningu
slysatryggngariðgjaldsins hafi verið breytt með þessum hætti, var fram til ársins 1990 skylt að
telja fram vinnuvikur, því eftir sem áður mynduðu þær stofn til álagningar iðgjalds
atvinnuleysistrygginga. Síðasta árið sem vinnuvikur voru notaðar við útreikning
atvinnuleysistrygginga var 1990 og þá vegna launa ársins 1989.
Á árinu 1991 var lagt á nýtt gjald, tryggingagjald sem er samtímaskattur en hann er reiknaður
sem ákveðið hlutfall af launum. Þetta gjald kemur í stað launaskatts, slysa-, lífeyris- og
atvinnuleysistryggingagjalds og vinnueftirlitsgjalds. Frá og með þess tíma hefur úrvinnsla á
ársverkum verið með nokkuð öðmm hætti en fyrir fyrri ár. Til þess tíma var
ársverkatalningin byggð á skráningu vinnuvikna allra launamiða í landinu en skattyfirvöld
ákvörðuðu jafnframt atvinnugrein hvers launþega á gmndvelli þeirra upplýsinga sem fram
komu á launamiðanum. Við tilkomu tryggingagjalds í byijun árs 1991 vom vinnuvikur ekki
lengur gmndvöllur að álagninu atvinnuleysistryggingagjalds eins og verið hafði.
Skattyfirvöld hættu því að tölvuskrá vinnuvikur af launamiðum og jafnframt að ákvarða
atvinnugrein fyrir hvern miða þar eð slíkt var ekki lengur talið þjóna hagsmunum
skattyfirvalda. Þar með brást sú mikilvæga heimild sem verið hafði gmnnurinn að
heildstæðum skýrslum um vinnuafl í einstökum atvinnugreinum um langt árabil eða frá 1963.
Þótt flestum væri ljóst að gæðum þessarar skýrslugerðar væri um margt áfátt, s.s. að fjöldi
vinnuvika tekur ekki til vinnustundafjöldans í hverri viku eða ársverki en vinnustundirnar
geta verið ærið mismunandi bæði milli atvinnugreina og eins frá einum tíma til annars innan
sömu atvinnugreinar, var með öllu óviðunandi út frá sjónarmiðum hagskýrslugerðar að þessi
samfellda skýrslugerð félli niður. Það varð því að ráði að til brágðabirgða var sú leið farin að
velja úrtak fyrirtækja í rekstri á árinu 1991. Skattyfirvöld atvinnugreinamerktu og skráðu
vinnuvikur í þessum fyrirtækum með líkum hætti og áður hafði verið gert fyrir öll fyrirtæki.
Úrtakið var einkum valið með það í huga að fá inn fyrirtæki sem störfuðu í fleiri en einni
atvinnugrein en að öðru leyti var fylgt atvinnugreinamerkingu fyrirtækis samkvæmt
fyrirtækjaskrá. Þjóðhagsstofnun valdi úrtakið og sá síðan um frekari úrvinnslu þess í samráði
við Hagstofu íslands. Sú breyting varð á úrvinnslunni árið 1992 að skattayfirvöld skráðu
vinnuvikur af öllum launamiðum en atvinnugreinamerktu einungis launamiða samkvæmt
ákveðnu úrtaki sem Þjóðhagsstofnun hafði valið.
Til þess að þessar breyttu vinnuaðferðir hefðu ekki áhrif á mat á breytingum milli áranna
1990 og 1991 var sú leið valin að auk ársins 1991 vom ársverk árisns 1990 einnig reiknuð á
sem næst sambærilegan hátt samkvæmt nýju aðferðinni. Þessa breytta tilhögun við mat á
ársverkum var einnig viðhöfð vegna áranna 1992 og 1993 og verður viðhöfð vegna áranna
1994 og 1995 en þó með þeirri breytingu að frá árinu 1993 em öll ársverk launþega
tölvuskráð. En úrtakið er áfram notað til þess að aðgreina atvinnugreinar fyrirtækja með
fjölþættan rekstur og ársverk sjálfstæðra atvinnurekenda em unnin upp úr greinagerð um
reiknað endurgjald.
127