Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 280
Árbók Reykjavíkur 1996
Félagsmál
10. gr.
í hverjum framhaldsskóla skal starfa nemendaráð sem er fulltrúi nemenda í hagsmunamálum
þeirra. Nemendaráð hefur tillögu- og umsagnarrétt um markmið náms, námsefni og kennslutilhögun í
skóla sínum. Almenn samtök nemenda í hverjum skóla, nemendafélög, setja reglur um skipan, starfssvið
og starfshætti nemendaráðs.
Gjöld til nemendasjóða eru ákveðin af nemendafélögum skóla sem sjá um innheimtu og
meðferð fjárins. Bókhald nemendafélags skal háð sömu endurskoðun og aðrar íjárreiður skólans.
V. kafli. Starfsfólk.
11. gr.
Um Qölda starfsmanna og skiptingu starfa fer eftir stærð og gerð skóla og íjárveitingu hveiju
sinni.
Menntamálaráðherra skipar skólameistara til fimm ára í senn að fenginni tillögu hlutaðeigandi
skólanefndar. Kennari, sem skipaður er skólameistari, skal fá leyfi frá kennarastarfi sínu þann tíma sem
hann gegnir embætti skólameistara.
Skólameistari ræður aðstoðarskólameistara, áfangastjóra, deildarstjóra, kennara, námsráðgjafa,
starfsfólk skólasafns og aðra starfsmenn skólans að höfðu samráði við skólanefnd.
Hafi umsækjandi um stöðu kennara ekki réttindi til kennslu við framhaldsskóla skal fara með
umsókn hans samkvæmt ákvæðum laga nr. 48/1986, um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum
grunnskólakennara, framhaldsskólakennara og skólastjóra.
Um skilyrði þess að vera ráðinn skólameistari eða kennari við framhaldsskóla fer eftir
ákvæðum gildandi laga um lögverndun á starfsheiti og starfsréttindum framhaldsskólakennara. Setja
skal í reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið námsráðgjafa og starfsfólks skólasafna. Setja má í
reglugerð ákvæði um menntun og starfssvið annarra starfsmanna.
Menntamálaráðherra setur í reglugerð ákvæði um starfssvið skólameistara, kennara og annarra
starfsmanna skóla eftir því sem við á.
12. gr.
Hafi kennari starfað a.m.k. í fimm ár og óski að fá sérstakt námsorlof til að efla þekkingu sína
og kennarahæfni skal hann senda skólanefnd og menntamálaráðuneyti beiðni um námsorlof ásamt
greinargerð um hvemig hann hyggst verja námsorlofstímanum. Ráðuneytið getur veitt honum námsorlof
allt að einu ári á föstum embættislaunum.
Menntamálaráðherra getur veitt kennara, er nýtur námsorlofs, styrk til að standa straum af
kostnaði við ferðalög og námsdvöl í sambandi við námsorlofið ef hann ver því til að stunda reglulegt
nám við viðurkennda menntastofnun eða til námsferðar njóti hann ekki sambærilegs styrks frá öðrum.
Að loknu námsorlofi er kennurum skylt að senda ráðuneytinu skýrslu um störf sín á námsorlofstíma.
Ákvæði þessarar greinar taka einnig til skólameistara og annarra stjórnenda skóla.
Menntamálaráðherra setur reglugerð um framkvæmd námsorlofs kennara.
13. gr.
í öllum framhaldsskólum skal rækja heilsuvernd. Sé heilsugæslustöð starfandi í nágrenni
skólans skal fela henni að annast heilsuverndina.
Héraðslæknar hafa umsjón með þessari starfsemi undir yfirstjóm heilbrigðisstjórnar og líta
eftir að aðbúnaður og aðstaða nemenda og starfsmanna sé viðhlítandi. Starfsfólk við heilsuvemd í
skólum skal hafa náið samstarf við skólameistara um framkvæmdina.
14. gr.
Nemendum í framhaldsskóla skal standa til boða ráðgjöf og leiðsögn um náms- og starfsval og
persónuleg mál er snerta nám þeirra og skólavist. Slíka þjónustu veita námsráðgjafar, kennarar og annað
starfsfólk eftir því sem við á.
264