Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 263
ÁrbókReykjavíkur 1996
Félagsmál
Nr. 79
LÖG
11. júní 1996
um breytingu á lögum nr. 4/1995, um tekjustofna sveitarfélaga,
með síðari bréytingum.
Forseti Íslands
gjörir kunnugt: Alþingi hefur fallist á lög þessi og ég staðfest þau með samþykki mínu:
l.gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
a. í stað „0,227%“ í b-lið kemur: 0,264%.
b. Á eftir b-lið kemur nýr stafliður, er verður c-liður, og orðast svo: Hlutdeild i útsvars-
tekjum sveitarfélaga er nemi 0,74% af álagningarstofni útsvars ár hvert. Við skil á
staðgreiðslu útsvars til sveitarfélaga samkvæmt lögum nr. 45/1987, um staðgreiðslu
opinberra gjalda, skal jafnframt gera Jöfnunarsjóði sveitarfélaga skil á hlutdeild sjóós-
ins í staögreiðslu útsvars.
2. gr.
10. gr. laganna orðast svo:
Bundnum framlögum skal úthlutað sem hér segir:
a. Til Sambands íslenskra sveitarfélaga, 1,58% af tekjum sjóðsins skv. a-, b- og c-lið 8.
gr-
b. Til landshlutasamtaka sveitarfélaga, 2% af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið 8. gr. sem
skiptist jafnt á milli þeirra allra.
c. Til Lánasjóðs sveitarfélaga, 6,1% af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið 8. gr.
d. Til greiðslu útgjalda skv. 4. gr. laga um Innheimtustofnun sveitarfélaga.
3. gr.
Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
a. C-liður orðast svo: Til kostnaðarsamra stofnframkvæmda hjá sveitarfélögum með inn-
an við 2.000 íbúa, allt að 10,5% af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið 8. gr., sbr. 13. gr.
b. D-liður orðast svo: Til að aóstoða dreifbýlissveitarfélög við að standa undir rekstri
grunnskóla, þ.e. vegna aksturs og launakostnaöar af rekstri mötuneyta og heimavista
og gæslu nemenda, allt að 18,5% af tekjum sjóðsins skv. a- og b-lið 8. gr., sbr. 14. gr.
4. gr.
12. gr. laganna oröast svo:
Jöfnunarframlög skiptast í tvennt, tekjujöfnunarframlög og þjónustuframlög, og skal
þeim úthlutað sem hér segir:
a. Tekjujöfnunarframlögum skal úthlutað til að jafna tekjur sveitarfélaga. Jöfnunin skal
miðuð við sambærileg sveitarfélög og fullnýtingu tekjustofna þeirra.
b. Þjónustuframlögum skal varið til að jafna mismunandi útgjaldaþörf sveitarfélaga með
sérstöku tilliti til stærðarhagkvæmni þeirra, þar með talið til að jafna launakostnað
sveitarfélaga af kennslu í grunnskólum, svo og til að jafna annan kostnað sem hlýst af
flutningi grunnskólakostnaðar frá ríki til sveitarfélaga.
Tekjum Jöfnunarsjóðs skv. c-lið 8. gr., að frádregnu framlagi til Sambands íslenskra
sveitarfélaga skv. a-lið 10. gr., skal varið til þess að jafna launakostnað sveitarfélaga af
kennslu í grunnskólum, svo og annan kostnað af flutningi grunnskólans frá ríki til sveitarfé-
laga, sbr. b-lið 1. mgr. Til jöfnunarframlaga skal að öðru leyti verja þeim tekjum sjóðsins
sem eru umfram ráðstöfun skv. 10. og 11. gr.
Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal vera í bakábyrgð fyrir greiðslum til Lífeyrissjóðs
starfsmanna ríkisins vegna þeirra lífeyrisskuldbindinga sem stofnast vegna kennara og
skólastjómenda við grunnskóla. Til ábyrgðargreiðslu af hálfu sjóösins skal þó ekki koma
fyrr en vanskil sveitarfélags hafa varað í a.m.k. sex mánuði. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga
247