Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 288
ÁrbókReykjavíkur 1996
Félagsmál
UPPLÝSENGALÖG.
Nr. 50, frá 24. maí 1996.
I. kafli. Gildissvið laganna.
1. gr.
Gildissvið.
Lög þessi taka til stjórnsýslu ríkis og sveitarfélaga.
Lögin taka enn fremur til starfsemi einkaaðila að því leyti sem þeim hefur verið falið opinbert
vald til að taka ákvarðanir um rétt eða skyldu manna.
2. gr.
Gildissvið gagnvart öðrum lögum og þjóðréttarsamningum.
Lög þessi gilda ekki um þinglýsingu, aðfarargerðir, kyrrsetningu, löggeymslu, lögbann,
nauðungarsölu, greiðslustöðvun, nauðasamninga, gjaldþrotaskipti, skipti á dánarbúum eða önnur
opinber skipti, né heldur um rannsókn eða saksókn í opinberu máli.
Lögin gilda ekki um aðgang að upplýsingum samkvæmt stjórnsýslulögum og lögum um
skráningu og meðferð persónuupplýsinga. Lögin gilda heldur ekki ef á annan veg er mælt í
þjóðréttarsamningum sem ísland á aðild að.
Ákvæði annarra laga, sem heimila víðtækari aðgang að upplýsingum, halda gildi sínu. Almenn
ákvæði laga um þagnarskyldu takmarka ekki rétt til aðgangs að gögnum samkvæmt lögum þessum.
II. kafli. Almennur aðgangur að upplýsingum.
3.gr.
Upplýsingarétmr.
Stjórnvöldum er skylt, sé þess óskað, að veita almenningi aðgang að gögnum sem varða
tiltekið mál með þeim takmörkunum sem greinir í 4.--6. gr.
Réttur til aðgangs að gögnum nær til:
1. allra skjala sem mál varða, þar með talinna endurrita af bréfum sem stjórnvald hefur sent, enda
megi ætla að það hafi borist viðtakanda;
2. allra annarra gagna sem mál varða, svo sem teikninga, uppdrátta, korta, mynda, örfilma og
gagna sem vistuð eru í tölvu;
3. dagbókarfærslna sem lúta að gögnum málsins og lista yfir málsgögn.
Stjórnvöldum er heimilt að veita aðgang að gögnum í ríkari mæli en kveðið er á um í þessum
kafla, nema fyrirmæli laga um þagnarskyldu standi því í vegi.
4. gr.
Gögn undanþegin upplýsingarétú.
Réttur almennings til aðgangs að gögnum tekur ekki til:
1. fundargerða nkisráðs og ríkisstjómar, minnisgreina á ráðherrafundum og skjala sem tekin hafa
verið saman fyrir slíka fundi;
2. bréfaskipta stjórnvalda við sérfróða menn til afnota í dómsmáli eða við athugun á því hvort
slíkt mál skuli höfðað;
272