Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Side 196
ÁrbókReykjavíkur 1996
Gjaldskrármál
REGLUGERÐ 1984
Nr. 206 um gatnagerðargjöld í Reykjavík
með síðari breytingum sbr. reglugerðir
nr. 410,1985 og nr. 418,1995.
1. gr
Af öllum nýbyggingum, svo og stækkunum eldri húsa hvort sem er á eignar- eða leigulóð í
Reykjavík, skal greiða gatnagerðargjald til borgarsjóðs skv. gjaldskrá þessari.
2. gr.
Af hverjum rúmmetra húss greiðist ákveðinn hundraðshluti byggingarkostnaðar pr. rúmmetra,
eins og hann er hverju sinni á vísitöluhúsinu skv. útreikningi Hagstofu íslands, að frádregnum
kostnaði við gatnagerð pr. rúmmetra svo sem hér segir:
Einbýlishús með eða án tvíbýlisaðstöðu........... 14%
Raðhús, tvíbýlishús, keðjuhús.................... 9%
Fjölbýlishús..................................... 4%
Iðnaðarhús ...................................... 5 %
Verslunar-og skrifstofuhús ...................... 5%
Annað húsnæði.................................... 5 %
Rúmmál húss skal reikna frá neðstu grunnplötu. í íbúðarhúsum skal við ákvörðun
gatnagerðargjalds reikna rúmmál með því að margfalda gólfflatarmál með 2,7m. í öðru
húsnæði en íbúðarhúsnæði skal rúmmál bygginga, þar sem lofthæð (hæð yfir gólfplöm) er
yfir 5,5 metrum, ekki teljast með við ákvörðun gatnagerðargjalds. Bílgeymslur og önnur
útihús skal telja með við útreikning á rúmmáli húsa.
Gatnagerðargjald skal lækkað eða fellt niður þegar svo stendur á, sem í 1 - 4 tl. þessarar
málsgreinar segir:
1. Af kjallararýmum íbúðarhúsa, sem myndast þegar hagkvæmara er að grafa út grunn
en fýlla hann upp, skal greiða 25% af venjulegu rúmmetragjaldi, enda sé húsrýmið
gluggalaust og aðeins gengt í það innanfrá.
2. Af sameiginlegum bifreiðageymslum íyrir þrjár eða fleiri bifreiðar, sem byggðar eru
samkvæmt skipulagsskilmálum og koma í stað bifreiðastæða, skal greiða 25% af
rúmmetragjaldi þeirra húsa, sem þær eiga að þjóna.
3. Af yfirby ggðum göngugötum eða léttum tengibyggingum í eða á milli verslunar- og/
eða skrifstofuhúsa, sem teljast til sameignar viðkomandi húss (húsa) og eru til
almenningsnota á afgreiðslutíma viðkomandi verslana/skrifstofa, skal greiða 25% af
venjulegu rúmmetragjaldi verslunar- og skrifstofuhúsa. Skilyrði þessa er þó að hús,
sem yfirbygging eða tengibygging er byggð við, sé svo sjálfstætt, að það fullnægi kröfum
byggingarlaga og byggingarreglugerðar án hennar og jafnframt að yfirbyggingin eða
tengibyggingin sé þannig úr garði gerð, að hún fullnægi ekki ein sér kröfum byggingarlaga
og -reglugerðar.
4. Af auknu rúmmáli íbúðarhúsa 15 ára og eldri, sem leiðir af endurbótum á þeim, t.d.
með byggingu kvista, anddyris, hækkun þaks, yfirbyggingu svala, glerskálum o.þ.h.,