Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 285
ÁrbókReykjavíkur 1996
Félagsmál
X. kafli. Fullorðinsfræðsla og endurmenntun.
33. gr.
Menntamálaráðherra getur heimilað framhaldsskóla að bjóða nám í öldungadeildum. Nám í
öldungadeildum skal vera jafngilt námi á einstökum námsleiðum framhaldsskólans, en skipulagning
náms og kennsluhættir taki mið af því að um fullorðna nemendur er að ræða.
Fyrir kennslu í slíku námi skulu nemendur greiða gjald sem nemur sem næst þriðjungi
kennslulauna. Menntamálaráðherra setur reglur um hlutdeild öldungadeildarnemenda í efniskostnaði.
Nánari ákvæði um þessa starfsemi skulu sett í reglugerð.
34. gr.
Framhaldsskóla er heimilt, með samþykki menntamálaráðherra, að starfrækja
endurmenntunarnámskeið eða annars konar nám í samráði eða samvinnu við faggreinafélög,
stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- eða áhugahópa, t.d. með farskólasniði.
Halda skal kostnaði vegna þessara námskeiða aðgreindum frá öðrum rekstri skólans og skal
hann greiddur að fullu af þeim aðilum er að námskeiðum standa með skólanum eða með
þátttökugjöldum.
Gera skal samning milli samstarfsaðila og skólans þar sem gengið er frá fyrirkomulagi og full
greiðsla kostnaðar tryggð.
35. gr.
Framhaldsskóla er heimilt með samþykki menntamálaráðherra að stofna, í samvinnu við
sveitarfélög, faggreinafélög, stéttarfélög, atvinnurekendur eða aðra hagsmuna- og áhugahópa,
fullorðinsfræðslumiðstöð, sbr. 33. og 34. gr. Samstarfsaðilar skulu gera með sér samning um
starfsemina. Nánari ákvæði um þessa starfsemi skal setja í reglugerð.
XI. kafli. Skólasafn.
36. gr.
í öllum framhaldsskólum skal vera skólasafn. Hlutverk þess er að vera upplýsingamiðstöð fyrir
nemendur og kennara. Það skal búið bókum og nýsigögnum auk annars safnkosts sem tengist
kennslugreinum skóla. í tengslum við húsnæði skólasafns skal vera lesaðstaða með aðgangi áð
upplýsingaritum á skólasafni.
í starfsemi skólasafns skal Ieggja áherslu á að þjálfa nemendur í sjálfstæðri leit upplýsinga og
notkun gagnabanka.
XII. kafli. Stofnun og bygging framhaldsskóla.
37. gr.
Ríki eða sveitarfélög, eitt eða fleiri, geta haft frumkvæði að stofnun nýs ffamhaldsskóla en
skóli verður þó eigi stofnaður nema með samþykki Alþingis. Ákvæði þetta á þó ekki við um skóla sem
stofnaðir kunna að verða samkvæmt ákvæðum 41. gr.
Standi riki og sveitarfélag/sveitarfélög sameiginlega að stofnun framhaldsskóla skal gera
samning milli aðila um nýframkvæmdir, stofnbúnað og endurbyggingu húsnæðis sem ríki og
sveitarfélög samþykkja að standa að vegna ffamhaldsskóla. Þar skulu m.a. vera ákvæðium stjórn
framkvæmda, byggingarhraða og greiðslustreymi. Heimilt er að fela sveitarfélögum, sem aðild eiga að
ffamhaldsskóla, að fara með undirbúning og umsjón með byggingarframkvæmdum.
Samningar um framkvæmdir skulu undirritaðir af menntamálaráðherra og fjármálaráðherra
annars vegar og hlutaðeigandi sveitarstjóm eða sveitarstjórnum hins vegar. Fjármálaráðherra skal kynna
fjárlaganefnd slíka samninga.
Kostnaður við byggingarffamkvæmdir, aðrar ffamkvæmdir á lóð og stofnbúnað
framhaldsskóla og heimavista við þá skiptist þannig að ríkissjóður greiðir 60%; áætlaðs kostnaðar
269