Árbók Reykjavíkurborgar - 01.12.1996, Blaðsíða 271
ÁrbókReykjavíkur 1996
Félagsmál
10. gr.
Sveitarstjórn veitir starfsmanni lausn úr stöðu. Lausn skal veita skriflega og jafnan greindar
orsakir, svo sem vegna umsóknar, heilsubrests, tiltekinna ávirðinga o.s.frv.
I lausnarbréfi skal jafnan kveðið á um það frá hvaða degi starfsmaður skuli lausn taka og með
hvaða kjörum, syo sem um eftirlaun, sé um þau að ræða, lífeyri, hvenær hann skuli sleppa íbúð,
jarðnæði o.s.ffv., eftir því sem við á.
11. gr.
Jafnan skal starfsmanni sem víkja skal úr stöðu veittur kostur á að tala máli sínu áður en
ákvörðun er tekin, ef þess er kostur.
Rétt er þeim er vikið er úr stöðu að bera málið undir úrlausn dómstóla. Stefna skal sveitarsjóði
fyrir hönd sveitarfélags.
Nú er stöðumissir dæmdur óréttmætur og fer þá um bætur til aðila eftir ákvörðun dómstóla,
nema hlutaðeigendur hafi komið sér saman um annað. Þegar bætur eru metnar skal hafa til hliðsjónar
ástæður starfsmanns, svo sem aldur og atvinnumöguleika, svo og ffam komnar málsbætur
sveitarstjórnar.
12. gr.
Starfsmanni skal víkja úr stöðu að fúllu ef hann hefur verið sviptur með fúllnaðardómi rétti til
að gegna stöðu þeirri. Nú hefur hann verið sviptur þeim rétti með dómi í héraði og skal þá í þeim dómi
kveða á um það hvort það ákvæði hans skuli þegar koma til framkvæmdar eða ffesta því þar til ráðið
verður hvort honum skuli skjóta til æðra dóms eða þar til úrlausn æðra dóms er fengin.
13. gr.
Starfsmanni skal veita lausn þegar hann er fullra 70 ára að aldri.
Heimilt er þó starfsmanni að láta af störfúm með rétti til eftirlauna og/eða lífeyris hvenær sem
er eftir að hann er orðinn 65 ára eða fyrr ef hann hefur unnið sér þann rétt samkvæmt öðrum lögum.
14. gr
,Nú er staða lögð niður og skal þá starfsmaður jafnan fá föst laun, er starfanum fylgdu, greidd í
sex mánuði ffá því að hann lét af starfi ef hann hefúr verið í þjónustu sveitarfélaga skemur en 15 ár, en í
tólf mánuði eigi hann að baki lengri þjónustualdur, enda hafi hann þá ekki hafnað annarri sambærilegri
stöðu hjá sveitarfélögum.
Ef sama staða er aftur stofnuð innan fimm ára á starfsmaður að öðru jöfnu rétt til hennar.
Nú hefur maður verið leystur frá starfi vegna þeirra orsaka sem um getur í grein þessari eða
annarra atvika sem honum verður ekki sök á gefin og skal hann þá í fimm næstu ár að öðru jöfnu sitja
fyrir um starf í þjónustu sveitarfélaga, er losna kann, ef hann sækir um það.
Starfsaldur hans áður og eftir skal þá saman lagður og veitir þá sömu réttindi sem óslitin
þjónusta.
Nú tekur maður, er launagreiðslna nýtur skv. 1. mgr., við starfi í þjónustu sveitarfélaga áður en
liðinn er sex eða tólf mánaða tíminn og skulu þá launagreiðslur samkvæmt þessari grein falla niður ef
laun þau er nýja starfinu fylgja eru jöfn eða hærri en þau er hann naut í fyrri stöðunni. Ef launin í nýju
stöðunni eru lægri skal greiða starfsmanni launamismuninn til loka sex eða tólf mánaða tímabilsins.
15. gr.
Nú vill starfsmaður beiðast lausnar og skal hann þá gera það skriflega og með þriggja mánaða
fyrirvara, nema ófyrirsjáanleg atvik hafi gert hann ófæran til að gegna stöðu sinni eða sveitarstjóm
samþykki skemmri frest. Skylt er að veita lausn ef hennar er löglega beiðst. Þó er óskylt að veita
255