Jólaklukkur - 01.12.1941, Side 5

Jólaklukkur - 01.12.1941, Side 5
JÓLAKLUKKUR 3 ■ Ólafur Ólafsson trúboði Kína sendi kristniboðsvinum kveðju með Neh. 4,21: „Þannig unnum vér að verkinu (þ. e. byggingu borgarmúranna í Jerúsal- em) frá því er morgunroðinn færðist upp á himininn og þar til er stjörnurnar komu fram.“ Við viljum reyna að vera trú í okkar köllunarverki til dauðans. Heiðingjarnir hafa verið órétti beittir í þúsund ár. Hefj- umst nú handa, söfnuður Guðs, og gerum vort til að bæta úr þeim órétti sakir heiðurs Krists, og sakir tilkomu hans. Boðun fagnaðarerindisins hefir æfinlega fylgt fræðslu- og líknarstarf. Er slíkt starf ávöxtur þess hugarfars, sem fagnaðarer- indið skapar hjá öllum, sem við því hafa tekið með trúuðu hjarta, hugarfari Jesú Krists. En hann „fór um allar borgirnar og þorpin, kenndi í samkundum þeirra og pré- dikaði fagnaðarboðskapinn um ríkið og lœknaði hvers konar sjúkdóma og hvers konar krankleik." Því skyldi engan furða, að í þeim löndum sem vottar Krists hafa ekki náð til nema að einhverju leyti, er óskaplegasta fáfræði ríkjandi og mannúðarleysi svo mikið, að líknarstarf má heita að sé þar óþekkt. Því gefur að skilja, að ekki er vanþörf á fræðslustarfsemi kristniboðsins t. d. á Ind- landi, en þar eru 92 af hverju 100 bókleys- ingjar, eða alls um 340 milljónir. Sama máli gegnir um Afríkuþjóðirnar og Kína. Þá er og líknarstarf ekki síður nauðsynlegt meðal þeirra þjóða. Loks mega kristnir menn ekki við því sjálfra sín vegna, að óhlýðnast áframhald- andi hinzta boðorði Krists. Hjá þeím þjóð- um öllum, sem mestu hafa fórnað Guðs ríki til eflingar, er nú hvers konar kristilegt starfslíf með mestum blóma. En í því efni höfum við íslendingar sáð sparlega, enda sjást afleiðingar þess. Við höfum fórnað honum of litlu, sem gefur hundraðfalt aft- ur. — Er gagn að því? Því er ekki fljótsvarað, hvert gagn sé að starfi, sem fleiri tugir þúsunda manna vinna í kirkjum, skólum, sjúkrahúsum og margvíslegum stofnunum kristniboðsins út um allan heim. En eitt er víst: Það verður ávallt eitthvað gagn að því, sem gert er — í Jesú nafni. Það vantar ekki að til séu skýrslur um það frá þremur aðalstarfsgreinum kristni- boðsins, hvern árangur það hefir borið. Ég skal láta nægja að leiða hér fram til vitn- isburður aðeins einn þeirra mörgu, sem reiknaðir eru með í þeim skýrslum. Einn þeirra, sem ég síðast kvaddi, er við lögðum af stað heim, var gamli Yang Kiang -shú. Hann var kominn á efri aldur, þegar hann í fyrsta skipti heyrði nafn Jesú nefnt. Hann hafði reykt ópíum í yfir 30 ár, — farinn að heilsu, efni tæmd og örvilnan ofurseldur. Eftir að hann varð kristinn, var hann svo breyttur, að fátítt mun um gamla menn. Hann varð nýr maður — í Kristi, hið gamla var farið. Hann fékk mörgum árum bætt við líf sitt og varð heill heilsu. Honum safnaðist fé aftur. „Guðhræðslan er til allra hluta nytsamleg og hefir fyrir- heit bæði fyrir þetta líf og hið tilkom- anda.“ Kona hans og tveir synir, sem öll (Framhald á bls. 10).

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.