Jólaklukkur - 01.12.1941, Qupperneq 6

Jólaklukkur - 01.12.1941, Qupperneq 6
4 JÓLAKLUKKUR Varpa þú brauði þínu út á vatnið, því þegar margir dagar eru um liðnir, munt þú finna það aftur. Préd. 11:1. 5íra John 5tene finna það aftur Nú eru mörg ár síðan atburðurinn gerð- ist, sem hér verður sagt frá. Drottins þjónn sá, sem frá verður sagt, er farinn heim til herra síns fyrir nokkrum árum, „gamall að árum og saddur lífdaga", eins og sagt var fyrrum. En þá var hann ungur og nýbúinn að finna starfssvið það, sem herra víngarðs- ins hafði fyrirhugað honum. Það var á bökkum Mosambique-skurðarins á Vestur- Madagaskar, undir eldheitri, suðrænni sól. Hann var ekki búinn að dvelja þarna nema tæpt ár, og var ekki orðinn neinn garpur í tungumáli eyjarskeggja. Það varð hann raunar aldrei. En hann bar í hjarta sér brennandi kærleika til þjóðarinnar, sem Drottinn hafði sent hann til. Og aldrei hlífði hann sér, þó að vinnudagurinn væri bæði lang- ur og erfiður. Honum fannst þessvegna, að hann geta ekki beðið þess, að verða fullnuma í mál- inu, áður en hann byrjaði á því starfi, sem átti að verða aðalstarf hans: að flytja fagn- aðarerindið þessum mislita lýð, — brúnum og svörtum, — sem þarna átti heima. Hann áleit, að auðveldast myndi vera að byrja á æskulýðnum. Og honum tókst að safna til sín dálitlum hóp drengja „á gelgjuskeiði“. Engin kynni höfðu þessir piltar áður haft af skólanámi, og engin var þarna skólaskyldan, sem hafa mætti að bakhjarli. Hér valt því allt á því, að með persónulegum áhrifum væri hægt að ná slíkum tökum á piltunum, að takast mætti að halda hópnum saman. Og það kom fyrir að þeir spurðu, — annaðhvort sjálfir eða foreldrar þeirra, — hvað þeim yrði borgað fyrir að eyða dýrmætum tíma í það, að koma til trúboðans og láta kenna sér. Þannig var nú hugsunarhátturinn þar, í þá „gömlu, góðu daga“. Það má geta því nærri, að ýmiskonar misfellur voru á skólagöngu piltanna og mikil vanhöld. Aðbúnaður og áhöld þessa skóla voru líka undur fátækleg. Skólinn var haldinn í stórum kofa, byggðum af bambusreyr, með torfþaki. En fáeinir drengir sóttu þó skólann að staðaldri, og einkum var þar einn drengur sérstaklega ástundunarsamur. Hann hét Ranaívó. Og hann hlýddi með athygli á það, sem ungi trúboðinn var að reyna að gera honum skiljanlegt á sínu „hrogna- máli“. Og trúboðinn fór að hlakka til þeirr- ar stundar, er hann gæti heilsað þessum dreng sem kristnum bróður, — eða jafn- vel samverkamanni í Guðs ríki. * En þá ber svo kynlega við einn daginn, þegar nokkrir drengjanna eru komnir í skólann, að Ranaívó sést hvergi, — hann, sem einmitt hafði verið öllum öðrum (Framhald á blaðsíðu 11)

x

Jólaklukkur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.