Jólaklukkur - 01.12.1941, Page 8
Vítaljósíð hans afa
Það var aðfangadagur jóla. Gamli vita-
vörðurinn og drengurinn hans vissu það
báðir af því að það stóð í almanakinu, og
svo höfðu þeir það líka á tilfinningunni,
jafnvel þótt enginn jólaundirbúningur
hefði farið fram annar en alger ræsting
á húsinu eftir því sem föng voru á. Vita-
skipið hafði átt að vera þar daginn fyrir
Þorláksmessu með jólavarninginn og vistar-
forða til tveggja mánaða, en það var ekki
komið enn. í þessu veðri var engu skipi
fært um sjóinn, vonandi hafði skipið kom-
izt í örugga höfn. Norðanstormur með
slydduhríð hafði geysað í þrjá sólarhringa
svo særokið dreif nær látlaust yfir litlu
eyna og vitann.
Vitavarðarhúsið nötraði undan átökum
stormsins, slyddan hlóðst á gluggana, svo
að rokkið var inni. En eldurinn logaði glatt
á eldstónni, svo það var hlýtt og notalegt
í stofunni. Gamli vitavörðurinn reis upp
við dogg í rúminu sínu og hrópaði:
„Erlendur! Hvar ertu drengurinn minn?“
Erlendur kom hlaupandi inn. Hann var