Jólaklukkur - 01.12.1941, Síða 8

Jólaklukkur - 01.12.1941, Síða 8
Vítaljósíð hans afa Það var aðfangadagur jóla. Gamli vita- vörðurinn og drengurinn hans vissu það báðir af því að það stóð í almanakinu, og svo höfðu þeir það líka á tilfinningunni, jafnvel þótt enginn jólaundirbúningur hefði farið fram annar en alger ræsting á húsinu eftir því sem föng voru á. Vita- skipið hafði átt að vera þar daginn fyrir Þorláksmessu með jólavarninginn og vistar- forða til tveggja mánaða, en það var ekki komið enn. í þessu veðri var engu skipi fært um sjóinn, vonandi hafði skipið kom- izt í örugga höfn. Norðanstormur með slydduhríð hafði geysað í þrjá sólarhringa svo særokið dreif nær látlaust yfir litlu eyna og vitann. Vitavarðarhúsið nötraði undan átökum stormsins, slyddan hlóðst á gluggana, svo að rokkið var inni. En eldurinn logaði glatt á eldstónni, svo það var hlýtt og notalegt í stofunni. Gamli vitavörðurinn reis upp við dogg í rúminu sínu og hrópaði: „Erlendur! Hvar ertu drengurinn minn?“ Erlendur kom hlaupandi inn. Hann var

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.