Jólaklukkur - 01.12.1941, Side 14

Jólaklukkur - 01.12.1941, Side 14
12 JÓLAKLUKKUR Vitaljósið han§ afa hreinsa glerin aftur fyrr en einhverntíma seint í kvöld. Erlendur var að því kominn að fara niður stigann, þegar hann allt í einu tók undir sig stökk út að einni rúðunni. „Hvað var þetta?“ — Nei, það hlaut að vera missýning. Snjódrífu dreif fyrir gluggann, eftir svolitla stund rofaði aftur til. Neistakúla flaug upp frá sjónum og breyttist síðan í skínandi fagurlega litað- ar stjörnur. „Neyðarmerki! Guð komi til, neyðar- merki!“ Önnur, þriðja, fjórða neistakúlan. Merkin komu frá Svörtudröngum, en þeir voru útverðir mikils og hættulegs skerja- klasa, sem lá suður af eynni. „Strandað skip!“ Erlendur stirðnaði upp og starði skelfdum augum í áttina að Svörtudröngum. Flugeldunum var skotið látlaust. Loksins áttaði Erlendur sig. Hann setti vitaflautuna í samband við ljósa- vélina og stuttu síðar barst sterkur hljóm- ur út frá vitanum. Erlendur opnaði glugga og hlustaði. Hann heyrði veikt eimpípu- hljóð. Hann hlustaði eftir hinum stuttu og löngu hljóðum: „Skip mitt stendur á skeri — ég þarfn- ast hjálpar strax,“ las hann. Hann svaraði Og sungið er, eins og venja er til: „Ny lakolosiu’ danite’, o velomy re! Hita’ lay mpanota very tao.“ En það þýðir: „Klukkur himna kalla til hátíðar í dag. Vegvillt sál hefir aftur veg fundið heim.“ Þetta er einn þeirra atburða, sem gerzt hafa á trúboðsakrinum, sem dýpst hafa mótazt í huga mér. Hann stendur mér lif- andi fyrir hugskotssjónum, og þó eru þrír áratugir síðan hann gerðist. Th. Á. þýddi. með vitaflautunni og gaf til kynna, að hann hefði heyrt til þeirra og gefið merk- ið. Því næst greip hann höndum fyrir andlitið og þungt bænarandvarp steig upp frá brjósti hans. Aðeins augnablik stóð Erlendur eins og lamaður, en svo hrökk hann við og flaug niður hina bröttu stiga. Hann lokaði dyr- unum vel og vandlega á eftir sér og þaut svo heim að íbúðarhúsinu í einum spretti undan vindinum. Þegar hann kom inn í stofuna stóð afi hans á gólfinu og studd- ist við rúmbríkina. Hann skalf og titraði eins og hrísla í vindi. „Af hverju varstu að flauta, drengur?" hrópaði hann. Erlendur ætlaði að svara, en kom engu orði upp og skelfingin skein út úr andliti hans. „Hvað er að? Svaraðu mér drengur,“ hrópaði gamli maðurinn aftur titrandi röddu. „Það er strandað skip við Svörtudranga,“ stundi Erlendur upp. „Strandað skip? Strandað skip!“ endur- tók vitavörðurinn. „Það er auðvitað vita- skipið.“ Og hann hefði fallið á gólfið, ef Erlendur hefði ekki hlaupið til og lagt hann í rúmið. Hann fékk ákafa hósta- kviðu og náði varla andanum.. Svo jafn- aði hann sig brátt. Því það eymdi ennþá eftir af rólyndi og skynsamlegri yfirvegun skipstjórans. Loksins tautaði hann: „Ein- hverntíma hefði ég reynt að kíkja á drangaskammirnar, þótt gjóla væri úti, en nú — nú getum við ekki annað en beðið Guð að hjálpa. Hann verður miskunsam- ur nú, þar sem jólanótt fer í hönd.“ Erlendur sá að tár hrundu niður magrar kinnar gamla mannsins. Hann greip um axlir hans: „Afi minn!“ hrópaði hann, „lofaðu mér að fara suðureftir á „Svaninum" og vita hvort ég get nokkuð gert?“ — Vitavörð-

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.