Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 12

Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 12
10 JÖLAKLUKKUR ENOK OSNES: Hinn mikli franski fríþenkjari og last- mælari, Voltaire, var eitt sinn að draga dár að kenningunni um guðdóm Krists. And- mælandi hans skoraði þá á hann að nefna einn mann með jafngöfuga og hreina skap- gerð og Jesúm. Án umhugsunar sagði þá Voltaire: „John Fletcher frá Madeley.“ Það er lítil mynd af þeim manni, er feng- ið gat slíkt vottorð frá hinum mikla last- mælanda, sem vér viljum reyna að draga upp hér. Fletcher var prestur á Englandi, en fæddist í bænum Nyon við hið fagra Genf- vatn í Sviss 1729. Eiginlega hét hann Guil- laume de la Flechére, en þetta gátu Eng- lendingar trauðla skrifað rétt, og féllst hann því á að heita John William Fletcher. Hann stundaði nám í Genf til þess að verða prestur í Sviss, en liann gat ekki sætt sig við hina kalvinsku kenningu um út- valninguna, og auk þess fann hann ekki, að hann væri í þeirri afstöðu til Guðs, að hann væri hæfur til að verða prestur. Þetta gátu engir aðrir skilið en hann sjálf- ur, því að hann var mjög guðrækinn frá bernsku, og þeim, er þekktu hann, fannst hann því einkar hæfur til að verða prestur. Sjálfur sagði hann, að sá, sem ætti að verða prestur, yrði að hafa köllun Guðs til þess, og það gat hann ekki sagt um sjálfan sig. Hann ákvað því að verða liðsforingi gegn vilja fjölskyldu sinnar, en Guð koll- varpaði því fyrir honum, er hann gerði alvöru úr að fara þá leið. Þá fór hann dl Englands og varð heimiliskennari hjá að- alsmanni að nafni Thomas Hill. Trúarleg alvara hans og eðlileg guð- rækni kom einnig nú í ljós á ýmsan hátt, svo að frú Hill sagði eitt sinn við hann í hálf- gerðu gamni: „Mig furðaði ekki, þótt heim- iliskennarinn okkar færi einn góðan veð- urdag og gerðist meþódisti." „Meþódisti, hvers konar fólk er það?“ spurði Fletcher. „Það er fólk, sem gerir ekki annað en biðja,“ sagði frúin. „Þá skal ég ná í þá með hjálp Guðs,“ sagði heimiliskennarinn. Hann komst einnig til trúboðshúss meþódista við fyrsta tækifæri, sem bauðst. Það var talað út frá textanum: „Varpa byrði þinni á Drottin!“ Þessi samkoma opnaði augu hans fyrir innstu þörf sjálfs hans. Hann hafði skrifað guðfræðilegar rit- gjörðir til verðlauna, en hann var ekki endurfæddur maður. Hann hafði ekki lifað undur hjálpræðisins í hjarta sínu. Eftir baráttu um tíma fann hann að lokum frið við Guð og varð hamingjusam- ur kristinn maður. Hann eignaðist sigur á syndum, sem hann hafði barizt við án árangurs áður, og hann fékk innilega löng- un til að leiða aðra til þess frelsara, sem hann hafði fundið sjálfur. Nú kom köllunin til að verða prestur einnig í alvöru, en hann fór sér ekki óðs- lega. Hann var hræddur um að sér kynni að skjátla í þessu veigamikla máli. Einu

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.