Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 17

Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 17
I Ó L A K L U K K U R 15 HUGRÚN: ureyri INNGANGSORÐ. Manni verður einkennilega innanbrjósts, þegar skyldur við vissa menn og máleini knýja mann til að taka penna í hönd og reyna að gera sæmileg skil efni því, sem um er að ræða, en hafa það þó á meðvit- undinni, að það sé manni ofvaxið og farið hafi verið í geitarhús að leita ullar, þegar knúið er á manns eigin dyr. En til að bregðast ekki trausti viðkomanda og skyld- unni við málefnið legg é,g af stað til hans Lárusar Thorarensen, einhvers elzta, þekkt- asta og fróðasta íbúa Akureyrar, og bið hann að liðsinna mér í vandræðum mín- um. Þegar ég stend augliti til auglitis við manninn, sem hefur verið bæjarstjóri, ráðs- maður, verzlunarmaður, bókbindari, kaup- maður, sóknarnefndarmaður, safnaðarfull- trúi, gjaldkeri og meðhjálpari og þar að auki setið í ótal fleiri vandasömum stöð- um, finnst mér ég heyra nið liðnu áranna og fótatak horfinnar kynslóðar í gegnum hávaða og glaum yfirstandandi tíma. Gamli maðurinn er brennandi mælskur, mælskari en nokkur annar öldungur á níræðisaldri, sem ég hef talað við, rödd hans skelfur af geðshræringu, þegar hann minnist á hrað- ann og hringiðuna, glundroðann og áhuga- leysið á flestu öðru en að svala skemmtana- fýsnum og nautnadansi og gjálífi. Gamli maðurinn er stálminnugur og leysir vel úr öllum mínum forvitnislegu spurning- um, og nú, þegar ég geng heim frá honum, finnst mér, að ég geti ef til vill látið „Jóla- klukkum" í té ofurlítið greinarkorn um hinn fagra höfuðstað Norðurlands, Akur- eyri. UPPVÖXTUR BÆJARINS. Arið 1800 eru sagðir sex íslenzkir menn búsettir á Akureyri. Vafalaust hefur sú á- stæða verið til þess, hve margir útlendir athafnamenn settust þar að, að þeim hefur virzt staðurinn fagur og álitlegur til þess, að atvinnuvegur mætti blómgast þar bæði til sjós og lands, þótt Helgi magri kysi he!d- ur að byggja bæ sinn framar við fjörðinn, en þá hefur landið litið öðruvísi út en nú, þótt fjöllin og lega fjarðarins væri hin sama. Ekki þykir mér ósennilegt, að spor landnemans á þeim stað, sem kaupstaður- inn byggðist á, hafi orðið mörg, er hann leitaði að stæði undir bæ sinn, en honum hefur fundizt skjóllegra að leita lengra frá sjónum. Árið 1872 voru 175 manns í sókninni fram að Litla-Hóli, sem er bær neðarlega í Eyjafirði. En smátt og smátt tók bærinn að stækka, og verzlunin, sem fyrir árið 1800 var konungsverzlun, tók að færast yfir á ann- að svið. Að vísu var hún í eigu danskra kaupmanna, en þeir höfðu aftur íslenzka verzlunarstjóra, sem sumir hverjir, eins og Tryggvi Gunnarsson, sem veitti forstöðu Gránufélagsverzluninni, voru stórmenni í orðsins fyllstu merkingu. Það var ekki ein-

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.