Jólaklukkur - 01.12.1947, Side 23

Jólaklukkur - 01.12.1947, Side 23
JÓLAKLUKKUR 21 Chén djákni með alla stóru fjölskylduna sína. Faðir hans gamli, fyrrum málkennari vor, brosir og kinkar kolli í allar áttir og heilsar með orðinu „ping-an“ (friður!). Svo staulast hann inn steingólfið á sinn fasta stað á fremsta bekk. Milli handanna hefur hann eins og venjulega söngbókina og Bibilíuna. Hún var orðin honum kær- astur lestur á efri árum. Frú Chén og litlu telpurnar þeirra fjórar fara kvennamegin og finna sér sæti. Öll eru í .fegursta skarti sínu. Börnin munu hafa fengið nýja blóm- um setta kjólinn um jólin. Svo tökum vér eftir því, að þau eru öll í svo fínum leður- stígvélum. Flest önnur börn verða að láta sér nægja vefjarskó. En Chén djákni á líka eina af stærstu leðurvöruverzlunum bæj- arins. Það er vel stætt heimili. En það skal sagt um Chén, að hann var ekki smeykur við að gefa til málefnis guðsríkis. Hann var trúr þjónn í söfnuðinum. Alla leið austan um járnbrautina hefur fólk komið fylktu liði í kvöld. Já, jafnvel „Li-tái-tai“ (frú Lí) er komin með litla drenginn sinn. Hún hefur verið sjúklingur og öryrki og á jafnvel dálítið erfitt með að ganga. En hún íjómar af gleði og sýnir litla drenginn sinn. Guð hefur gert krafta- verk á því heimili! Eftir margra ára veik- indi og þjáningar hafði hann gjört það mögulegt, sem var ómögulegt, að hún komst ekki aðeins á fætur aftur, heldur eignaðist einnig son. „Chen hsiang fu“, í „sannleika hlotið hamingju“, segja Kín- verjarnir um hana. En þarna heyrum vér dynjandi raust og sjáum gamlan, gráhærðan, þrekvaxinn mann ryðjast fram á við og setjast á einn af fremstu bekkjunum. Það er Hsu gamii, leppasali. Hann er alveg óþekkjanlegui í kvöld — svo merkilega hreinn og vel búinn. Það var víst ekki nema tvisvar á ári, sem öldungurinn hirti um slíkan hégóma sem þvott — og það var um jólin og nýár Kin- verja. Og þá var það reyndar ekki meir en bráðnauðsynlegt! En hann átti nú líka sjaldan rólega stund. Það gat stundum ver- ið dálítið truflandi að sitja nálægt honum. En Hsu gamli var einn af allra tryggustu samkomugestum. Og hann trúði óhaggan- lega á Guð í allri einfeldni sinni. Honum þótti gaman að söngnum, og hann söng með djúpa bassanum sínum. En nær því allt var með sínu lagi! Biblíukonan hefur safnað börnunum saman frammi við pallinn. Þau eru fjöl- mörg. Jólahátíðin á kristniboðsstöðinni lað- ar þau alltaf. Þau eru vel búin í kvöld, stúlkurnar með stórar slaufur í svartgl já- andi hárinu, og í brúnu, skásettu Kínverja- augunum ljómar sama tilhlökkun og í björtustu, bláu barnsaugunum í Noregi. Svo taka að heyrast tónar frá orgelinu og allar hinar dimmu og skæru raddir blandast saman í hinum kunnu og kæru jólalögum. Mikið geta þau sungið! Það er eins og kirkjuveggirnir þenjist út og rýmið stækki umhverfis oss. „Sheng tan chieh, ta fu chieh-----“ „Glade jul, hellige jul — —!“ („Heims um ból helg eru jól“). Prédikarinn stendur í ræðustólnum, og óvenjulega hátíðleg kyrrð kemur á hinn marglita mannsöfnuð: „Og það bar til um þessar mundir, að boð kom---------

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.