Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 27

Jólaklukkur - 01.12.1947, Síða 27
JÓLAKLUKKUR 25 hin norska kristna æska tileinkar sér, og var í því tilefni efnt til samkomu um kvöldið á einum útisamkomustað Osloborgar, en staður þessi heitir „Bislet“, og rúmar um 25.000 manns. Þátttakendum mótsins var öllum boðið á, þessa samkomu og gengu þeir fylktu liði frá „Youngstorvet“ um götur bæjarins og inn í „Bislet“, og þar var genginn einn hringur í kringum svæðið fram með áheyrendapöllunum. Þeir, sem voru með þjóðbúninga með sér, gengu í þeim þetta kvöld. Á opna svæðinu í miðj- unni, sem var grasflötur, var komið fytir kjörorði mótsins á norsku „JESUS ER HERRE“. Stafirnir voru búnir til úr út- sprungnum blómum, en yfir 100 norskar, hvítklæddar stúlkur mynduðu kross við þetta merki. Samkoma þessi var ákaflega mikilfengleg og sú fjölmennasta, sem ég hef tekið þátt í, yfir tuttugu og fimm þúsund manns sam- ankomið í einum stað, og og færri komust inn en vildlu. Fjöldi af þessu fólki var komið tveimur tímum áður en samkoman átti að hefjast til þess að tryggja sér stað. Hinn 31. júlí var svo mótinu slitið með samkomu í „Þrenningarkirkjunni“,‘ en þar talaði forseti mátsins, síra Alex Johnson. Þegar gengið var úr kirkju, staðnæmdist hópurinn fyrir utan, og þeir, sem höfðu átt uppbyggilegar og blessunarríkar samveru- stundir undarfarna tíu daga, kvöddust með hlýum handtökum og þökkuðu samveruna, og þakkirnar stigu einnig upp til Hans, sem er Drottinn og Herra, sem safnað hafði saman þessum stórra hóp af mismunandi þjóðum og tungum til sameiginlegrar íhng- unar um hið eina nauðsynlega, til Hans, sem hefur gefið oss enn sterkari vissu um það, að Jesús Kristur er Drottinn. Hulda Höydai.

x

Jólaklukkur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.