Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 32

Jólaklukkur - 01.12.1947, Blaðsíða 32
30 JÖLAKLUKKUR ivort á annað, gömlu hjónin. „Nei, það er engin leið að ljá yður £ylgd“, sagði gamli maðurinn, „og við getum tæpast sagt yður svo greinilega til vegar, að það dugi, því það er hálf vandratað yfir ár-skömmina. Öllu er óhætt fyrir kunuga, en ókunnugir mega vera sig á henni.“ „Við erum nú ein í kotinu,“ sagði gamla kona. „Dóttir okkar fór yfir að Þverá til þess að hjálpa henni Jórunni með veiku börnin. Þess vegna eru nú jólin okkar í daufara lagi. Og Jói litli ætlaði að hjálpa Jóni við hirðinguna, á meðan hann fylgdi prestinum. Ójá, það gengur nú svona. Ein- hvern tíma hefði ég nú verið búin að hella á könnuna, en nú treysti ég mér ekki einu sinni til þess. Ég hef verið svo undur lasin í allan dag.“ „Og þá er nú Signýju minni brugðið, þegar hún getur ekki helt upp á könnuna," sagði maður hennar brosandi. „Steina mín bjó undir jólin, eftir því sem hún gat,“ hélt gamla konan áfram, „en ekki hef ég haft mannrænu í mér til þess að fara fram í búrið eftir lummunum, sem hún bjó til í gær.“ „Hafið þið þá ekkert borðað í dag?“ spurði frú Anna alúðlega. „Jú, í morgun, þá var ég á róli, en svo lagiðst ég út af um hádegisbilið og síðan ekki söguna meir.“ „Ég sé, að mér þýðir ekkert að hugsa frekar um ferðalag að þessu sinni,“ sagði frú Anna. „En á ég ekki að búa til kaffi- sopa handa ykkur, áður en ég fer?“ „Það er svo ósköp mikil fyrirhöfn, góða mín,“ sagði gamla konan hæverkslega. „En ekki tala ég nú um, hvað fegin ég yrði að fá kaffisopa." „Máske ég geti svo fundið lummurnar," sagði frú Anna glaðlega. „Þær eru á búrhyllunni. Búrið er hérna inn í göngunum. Svo eigum við fáein kerti í handraðanum á kistunni þarna, ef þér vilduð gjöra svo vel og kveikja á þeim. Blessuð frúin, að vera að hugsa um að gleðja okkur, gömlu skörin!" „Það er vel farið, að séra Einar minn á sér samhenta konu,“ tautaði gamli mað- urinn. Frú Anna var ekki svipstund að hita kaffið á eldstóar krýli, sem var í baðstof- unni, og von bráðar var borðið uppbúið með sykruðum lummum og glóðheitu rjóma-kaffi. „Það fer að rakna fram úr fyrir okkur, Hannes minn,“ sagði kona hans. „Ætíð lifnar yfir mér við blessaðan kaffi-ilminn.“ „Ef ég mætti svo bera fram mína æðstu ósk,“ sagði Hannes gamli við frú Önnu, sem var að láta kerti í kertapípu, „þá vildi ég helzt af öllu biðja prestkonuna um að lesa jólaguðspjallið fyrir okkur. Þá fyrst finn ég, að jólin séu komin, og ef þér viljið svo syngja einn sálm.“ — Hann rétti henni nýjatestamenti og sálmabók, sem hann tók undan koddanum sínum. Frú Anna hafði fallega söngrödd. og bráðum hljómuðu jólasöngvar í litlu bað- stofunni, en gömlu hjónin rauluðu skjálf- rödduð með. Þau horfðu á jólaljósin og hlustuðu eins og góð börn á fagnaðarerindi jólanna. Séra Einar var í þann veginn að leggja á stað frá Þverá. Það var orðið áliðið og honum var farið að verða hálfórótt innan brjósts út af Önnu, sem allt af sat ein heima og dauðleiddist. Koma hans að Þverá hafði verið öllu heimilisfólkinu til mikillar gleði. Hann fann hlýja strauma velvildar og þakklætis í viðmóti þess og orðum. Steinunn í Koti átti að verða prestinum og fvlgdarmanni hans samferða. „Þið eigið samleið alla leið,“ sagði Jórunn húsfreyja við hana. „Og þakkaðu svo foreldrum þín- um innilega fyrir hiálpina; segðu þeim, að ég voni, að nú skipti alveg um með blessuð

x

Jólaklukkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.