Jólaklukkur - 01.12.1947, Side 33

Jólaklukkur - 01.12.1947, Side 33
JÓLAKLUKKUR 31 i Frá ÍsafirSi. börnin. Mér sýnist enda vera tekið að votta fyrir bata. Og ég skal reyna að vera róleg, hvað sem verður. Blessaður presturinn bað svo undur vel fyrir okkur öllum.“ Lítilli stundu síðar lagði séra Einar af stað ásamt Jóni bónda á Þverá og Stein- unni. Þeim sóttist ferðin fljótt, og segir ekki frá ferðum þeirra, fyrr en þau staðnæmdust fyrir neðan túnið í Koti. „Ég er lirædd um að foreldrum mínum þyki sárt að frétta, að presturinn hafi farið fram hjá Kotinu,“ sagði Steinum, þegar presturinn ætlaði að kveðja hana. „Ég verð þá líklega að heilsa upp á þau,“ sagði séra Einar. IJósbirtuna úr glugganum lagði út á hlaðið, og séra Einari brá allmjög í brún, þegar honum varð litið inn um gluggann, sem var skammt frá jörðu; var það konan hans, sem var þarna inni að syngja jóla- sálm? Hann lét þó á engu bera, en gekk inn á eftir þeim Steinunni og Jóni. Þau fóru sem hljóðlegast og staðnæmdust öll fyrir framan hálfopna hurðina og lögðu við hlustir. Seinustu söngstefin hljómuðu til þeirra, skær og mjúk. Svo varð þögn. Séra Einar gægðist inn og sá, að konan hans laut höfði, og gömlu hjónin fórnuðu skjálf- andi höndum til bæna. Svo báðu þau öll Faðir vor. Raddirnar blönduðust saman í hreimfagran klið, og séra Einari vöknaði um augu. Hér voru Guðs börn á bæn. Og það var konan hans, sem var að lesa Guðs orð fyrir gömlu hjónin. Hún var að færa

x

Jólaklukkur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Jólaklukkur
https://timarit.is/publication/1831

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.