Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 6
Víxlsöng'iir.
VÍXLSÖNGUR tíðkaðist mjöff meðal kristinna manna
í Suður-Eþópíu. Ilann mælist einnig vel fyrir í Konso,
en er þó ekki mjög algen^ur þar. Algengastur mun
hann vera í Wollamo, stóru héraði austanvert við
Gamo-Gofa-fylki, en þar byriaði vakningin, sem nú
breiðir siff yfir alla Suður-Eþíópíu. Eftirfarandi söngvar
eru frá WoIIamo. Forsöngvarinn býr til textann jafn-
óðum, og fjallar hann um hvcrsdagsleg vandamál trúar-
lífsins
í fyrsta söngnum er viðlagið: „Þú hefur
stiga, sem nær til himins."
Forsöngvarinn: „Verði þér kastað í
fangelsi og þú bundinn í járn, gleymdu þá
ekki....
Söfnuðurinn: ,,....að þú hefur stiga,
sem nær til himins“.
F.: „Ef erfiðlega gengur og þér finnst bæði
Guð og menn hafa yfirgefið þig. ... “
S.: ,,....Þú hefur stiga, sem nær til
himins".
F.: „Er syndin pínir þig og himininn virð-
ist svo fjarri, mundu. . . . “
S.: ,,....að þú hefur stiga, sem nær til
himins".
F.: „Er sjúkdómar binda þig við skinnið á
jörðinni og dauðinn nálgast, mundu“
S.: ,,....að þú hefur stiga, sem nær til
himins“.
F.: „Jesús er siginn, sem nær til himins.
Gleymdu því ekki.“
S.: ,,....Þú hefur stiga, sem nær til
himins.“
Annar söngur er í tveim þáttum. Viðlag
fyrsta þáttar er: „Gleymir Guð þér ekki“,
en í seinni þættinum: „Gleymdu þá ekki
Guði".
Forsöngvarinn: „Verði þér kastað í fang-
elsi og sértu einn og yfirgefinn."
Söfnuðurinn: „Gleymir Guð þér ekki“.
F.: „Eigir þú erfitt heima fyrir, vilji konan
þín ekki fylgja þér á lífsins vegi.“
S.: „Gleymir Guð þér ekki.“
4
F.: „Hafi uppskeran brugðist, kálfurinn
dáið, mjólkurkýrin veikst, engisprett-
urnar eyðilagt akurinn.....
S.: „Gleymir Guð þér ekki.“
SEINNI ÞÁTTUR:
Fors.: „Hafi hamingjan sótt þig heim,
hafi konan fært þér son“.
Söfn.: „Gleymdu þá ekki Guði.“
F.: „Hafi Guð sent regn og gefið ökrunum
mikið sæði“.
S.: „Gleymdu þá ekki Guði.“
F.: „Hafir þú hlotið bænheyrslu, hafi ein-
hver sloppið úr fangelsi."
S.: „Gleymdu þá ekki Guði.“
Stundum er efni trúarjátningarinnar
tekið fyrir, og söfnuðurinn svarar þá:
„Lofaður sé Guð".
F.: „Allt hefur hann skapað, menn og dýr,
regnið, sólina og aksið, sem gefur
brauð.“
S.: „Lofaður sé Guð“.
F.: „Hann sendi son sinn til jarðar, og
hann fæddist í fjárhúsi".
S.: „Lofaður sé Guð“.
F.: „Hann gekk um og græddi og hjálpaði
öllum."
S.: „Lofaður sé Guð“.
F.: „Hann var negldur við krossinn í stað
syndara".
S.: „Lofaður sé Guð“.
F.: „Hann sigraði Satan og reis upp sem
sigurvegari".
S.: „Lofaður sé Guð".
Og forsöngvarinn heldur áfram:
F.: „Hann situr í hásæti Guðs, sem vernd-
ari okkar".
F.: „Hann hefur sent okkur Anda sinn“.
F.: „Þú heyrir rödd hans í brjósti þér“.
F.: „Hann kemur aftur til þess að dæma
og kalla börn sín til sín."
Og í hvert skipti svarar söfnuðurinn: —
„Lofaður sé Guð“.
JÓLAKLUKKUR