Jólaklukkur - 01.12.1958, Qupperneq 10
Nazaret. Þar ólst Jesús upp. Þar hefur verið miðstöð kristinna manna síðan á
4. öld. Ibúar eru nú 23 þúsund. — Skammt er þaðan til Tabor.
eru búsettir í landinu.
Klaustur og kirkjuhús
gnæfa yfir gamlar bygg-
ingar Araba. — Þær
eru hlaðnar úr grjóti
og með flötu þaki líkt
og tíðkaðist á tímum
Jesú.
Atvinnuvegur bæjar-
búa er þeim heldur
engin hvatning til
nýrra framkvæmda. —
Þeir hafa allan ársins
hring tekjur af ferða-
mönnum, sem þangað
streyma hvaðanæva að.
En þeim leikur eink-
um hugur á að sjá
það, sem er gamalt og
sérkennilegt, og er því
haldið á lofti. Aðalat-
vinnuvegur bæjarbúa
að veita þeim leiðsögn og selja þeim ,greiða,
minjagripi og helgimuni.
„En á sétta mánuði var Gabríel engill sendur frá
Guði til borgar í Galíleu, sem heitir Nazaret, til meyj-
ar. ... er hét María“. — Lúk. 1, 26.
Hér, í Nazaret, gerðist forsaga sjálfs jóla-
guðspjallsins. — Hér áttu þau heima, Jósef
og María. Boðunarkirkjan, stórhýsi mikið,
en ekki að sama skapi fagurt, stendur þar,
sem menn halda að engillinn hafi birzt
Maríu og boðað henni: ,,....þú munt.
þunguð verða og fæða son. Og þú skalt láta
hann heita Jesúm. Hann mun verða mikill
og verða kallaður sonur hins hæsta“. —
I helli undir altari kirkjunnar er marmara-
hella með álitrun, sem merkir: „Hér varð
Orið hold.“
Eftir flóttann til Egyptalands, sem líkur
benda til, að hafi staðið yfir í tvö ár, settust
8
þau aftur að í Nazaret. Og þar ólst Jesús
upp. Guðspjöllin eru þögul um bernskuár
hans og hefur það orðið guðhræddum
mönnum freisting til að fylla í þá eyðu,
skálda helgisagnir, sem gerast vitanlega í
Nazaret. Það eitt er vitað með fullri vissu,
að farið var með hann rúmlega mánaðar
gamlan til Jerúsalem, „til að færa hann
Drottni". Og einnig það, sem Símeon og
Anna Fanúelsdóttir sögðu um barnið og
móður þess. Frásögninni um allt þetta lýkur
Lúkas á þessa leið: „En sveinninn óx og
styrktist, fullur vizku, og náð Guðs var
yfir honum.“
Loks segir Lúkas frá því, að þegar Jesús
var orðinn tólf ára hafi Jósef og María farið
„upp til Jerúsalem eftir hátíðasiðnum".
Það ferðalag varð viðburðaríkara en þau
hafði dreymt um. Fyrstu kynni lærimeist-
aranna í Jerúsalem af honum hafa óefað
orðið þeim ógleymanleg og rifjazt upp
fyrir þeim síðar. Fjölskyldan sneri heim
JÓLAKLUKKUR